Ofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni og einelti (einnig net-einelti) hefur skaðleg áhrif á einstaklinginn og það er mikilvægt að leita aðstoðar ef maður verður fyrir slíku.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst birtingarmyndum kynferðislegs ofbeldis, kynferðislegs áreitnis og eineltis.

  • greint frá því að kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er aldrei réttlætanlegt og það eru til félög og yfirvöld (t.d. 112, eða lögreglan) sem geta stutt við þá sem verða fyrir slíku.

  • sagt frá mikilvægi þess að leita aðstoðar ef hann sjálfur verður fyrir slíku kynferðislegu ofbeldi, kynferðislegri áreitni eða einelti.

  • lýst leiðum til að bregðast við því þegar einhver sem hann þekkir verður fyrir einelti, kynferðislegu ofbeldi eða áreitni.

  • lýst þeim leiðum sem hann sjálfur getur farið til að leita aðstoðar fyrir sjálfan sig eða aðra sem hann þekkir og eru að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, áreitni eða ofbeldi.

Ofbeldi í nánu sambandi er aldrei réttlætanlegt og það er mikilvægt að leita aðstoðar ef maður verður vitni að slíku.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint hvað felist í ofbeldi í nánu sambandi.

  • lýst að einhverju leyti birtingarmyndum af slíku ofbeldi.

  • greint frá því að ofbeldi í nánu sambandi er aldrei réttlætanlegt og það er ávinningur fyrir börn sem verða vitni að slíku ofbeldi að leita sér aðstoðar.

  • lýst leiðum sem nemandinn gæti farið til að nálgast traustverðugan fullorðinn aðila til að fá stuðning og aðstoð ef nemandinn sjálfur eða fjölskyldumeðlimur er fórnarlamb ofbeldis.