Kynbundið ofbeldi

Það er mikilvægt að vita hvað kynbundið ofbeldi er og hvert er hægt að leita eftir aðstoð

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • sagt frá því hvað kynbundið ofbeldi er og að það geti átt sér stað á mismunandi stöðum (t.d. skóla, heimili eða á almannafæri).

  • gert sér grein fyrir því að hugmyndir okkar um kyn og kynjaðar staðalímyndir hafa áhrif á hvernig við komum fram við annað fólk, þar á meðal í formi mismununar eða ofbeldis.

  • gert grein fyrir því að allt kynbundið ofbeldi er rangt.

  • komið auga á og lýst því hvernig hann eða aðrir geti nálgast traustverðan fullorðinn einstakling til að segja frá kynbundnu ofbeldi sem hann hefur sjálfur orðið fyrir eða orðið vitni að.