HIV og almæmi; fordómar, meðhöndlun og stuðningur

Það er mikilvægt fyrir einstaklinga sem lifa með HIV að þeir geti talað um eigin stöðu og líf með HIV í öruggu og styðjandi umhverfi.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • lýst þeim áskorunum og ávinningi sem HIV smitaðir einstaklingar upplifa þegar kemur að því að ræða eigin HIV stöðu.

  • greint frá því að sumir einstaklingar í heiminum fæðast með HIV á meðan aðrir smitast af HIV síðar á lífsleiðinni.

  • lýst mikilvægi þess að vera styðjandi og skilningsríkur gagnvart HIV smituðum einstaklingum, þess þá heldur öllum einstaklingum óháð sjúkdómum.

Einstaklingur sem lifir með HIV hefur ákveðna þörf fyrir umhyggju og meðferð, sem í sumum tilfellum hefur ákveðnar aukaverkanir.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því af hverju einstaklingur með HIV hefur ákveðnar þarfir fyrir umönnun og meðferð, sem hefur mögulegar aukaverkanir í för með sér.

  • lýst því að meðferð við HIV er ævilöng skuldbinding sem felur í sér mögulegar aukaverkanir og þarfir fyrir einstaka umönnun og sérstakt matarræði.

HIV og alnæmi (AIDS) hefur áhrif á fjölskyldur (samsetningu þeirra, hlutverk og ábyrgð)

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því að HIV er ekki hindrun þegar kemur að samböndum, fjölskyldu og kynlífi þar sem að einstaklingar með mismunandi HIV stöðu (smitaðir og ósmitaðir) geta búið saman, verið í nánu sambandi og eignast börn sem eru ósmituð af HIV .

  • sagt frá þeim áhrifum sem HIV getur haft á fjölskyldur, samsetningu þeirra, hlutverk og ábyrgð.