Líkamsímynd

Upplifun einstaklinga á eigin líkama getur haft áhrif á heilsu, sjálfsmynd og hegðun þeirra.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • rætt um ávinning þess að líða vel í eigin líkama.

  • lýst því hvernig líkamlegt útlit getur haft áhrif á hegðun og upplifun annarra einstaklinga gagnvart þér. Bera saman hvernig það er breytilegt milli stúlkna og drengja.

  • greint frá þeim algengu leiðum sem fólk reynir að fara til að breyta líkamlegu útliti (t.d. megrunarkúrar, sterar, brúnkukrem o.fl.) og rætt um mögulegar afleiðingar slíkra aðferða.

  • gagnrýnt og rætt við aðra um þær staðalímyndir sem eru til staðar um fegurð og hvernig þær ýta undir vilja einstaklinga til að breyta eigin útliti.

  • útskýrt margvíslega sjúkdóma sem einstaklingar glíma við vegna líkamsímyndar (t.d. kvíði, þunglyndi og átraskanir).

  • greint frá því að lyf sem eru nýtt til að breyta líkamlegu útliti geti verið skaðleg og jafnvel hættuleg.

  • lýst þeim leiðum sem einstaklingur getur farið glími hann við lélega líkamsímynd.