HIV og alnæmi: fordómar, meðhöndlun og stuðningur

Með réttri meðhöndlun og stuðningi þá geta HIV smitaðir einstaklingar lifað góðu og þýðingarmiklu lífi án mismununar.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá því að mismunun byggð á HIV stöðu einstaklings er ólögmæt.

  • greint frá því og rætt við samnemendur um að sumir einstaklingar fæðast með HIV geta lifað heilbrigðu, löngu og afkastamiklu lífi með réttri meðferð og stuðningi.

Allir einstaklingar, þ.á.m. þeir sem lifa með HIV, hafa jafnan rétt á því að tjá sínar kynferðislegu tilfinningar og ást gagnvart öðrum, t.d. í gegnum hjónaband eða annars konar langtíma samböndum, velji þeir að gera það.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • réttlætt og rætt á gagnrýnin hátt af hverju allir, þ.á.m. HIV smitaðir einstaklingar, eigi rétt á að tjá ást og kynferðislegar tilfinningar gagnvart öðrum einstaklingum.

  • sýnt fram á getu til þess að styðja við réttindi allra til að tjá eigin tilfinningar, óháð sjúkdómastöðu.