Venjur og áhrif jafningja á kynhegðun

Samfélagsleg og kynleg norm ásamt jafningjaáhrifum getur haft áhrif á ákvarðanir tengdum kynhegðun og kynlífi.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • skilgreint kyn- og samfélagsleg norm.

  • lýst því hvernig kyn- og samfélagsleg norm geti haft áhrif á kynhegðun einstaklinga og ákvarðanir í kynlífi.

  • áttað sig á að eigin ákvarðanir og kynhegðun verður fyrir áhrifum frá samfélagslegu normi og jafningjum.

  • lýst leiðum til að vinna markvisst að því að vinna gegn neikvæðum áhrifum frá samfélagslegu normi og stuðla að virðingu gagnvart öllum, óháð kyni, kynvitund eða kynhegðun.

Jafningjar og vinir geta haft áhrif á kynhegðun og ákvarðanir henni tengdri.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • borið saman og gagnrýnt þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem jafningjar geta haft á kynhegðun og ákvarðanir.

Það eru til leiðir sem hægt er að fara til að vinna gegn neikvæðum jafningjaáhrifum tengt kynhegðun og ákvörðunum henni tengdri.

Markmiðin á bak við lykilhugmyndina eru að nemandi geti :

  • greint frá mikilvægi þess að standast neikvæð jafningjaáhrif í tengslum við kynhegðun og kynlíf.

  • lýst því hvernig megi grípa inn í ef einstaklingur er að verða fyrir einelti eða miklum þrýstingi í tengslum við kynvitund, kynhegðun, kyntjáningu eða kynlíf.