Víðerni er verðmæti. Tilfinningin þarf að vera eins og maður sé einn í heiminum.
Rætt var um skilgreiningu á víðerni og tillaga að mörkum merkt inná kort.
Þar væru ekki manngerðar línur í landslagi eða mikil eða áberandi mannvirki í landslagi.
Vegir sem liggja í landslagi mega vera fyrir innan, svo og gönguskálar sem falla að landslagi. Ekki uppbyggðir vegir.
Misjafnt er eftir landslagi hve stór víðerni eru.
Ítala eða fjöldatakmarkanir eru nauðsynlegar á þessum svæðum.
Mannvirki þurfa að vera afturkræf og lítið áberandi og falli vel að umhverfinu.
Tilfinningin um að vera einn, getur gerst á tiltölulega litlu svæði.
Gæta þarf að hljóðmengun.
Skoða þarf fjöldatakmarkanir.
Hvar eru þessi svæði?
Sum þessara svæða ná út fyrir þjóðgarðsmörkin.
Svæðið við Núpsá á vestursvæðinu er lítið snortið en utan þjóðgarðsins.
Stærsta samfellda svæðið nær frá Jökulheimum að Jökulsá á Fjöllum. Langisjór er hluti þess umhverfis. Þetta er einnig stærsta samfellda svæði á landinu sem fellur undir víðerni.
Á suðursvæðinu falla Heinabergsfjöll, Lónsöræfin og svæðið þar í kring undir þessa skilgreiningu.
Svæðið við Hálslón fellur ekki undir þessa skilgreiningu.
Kverkfjöllin. En inni í miðju þessu svæði við Kverkfjöllin er mikil umferð og þjónusta "eyjur" í miklu víðerni.
Smelltu á kortið til að sjá mynd í hárri upplausn.