Sýn Vatnajökulsþjóðgarðs á að gefa mynd af þeirri stöðu sem þjóðgarðurinn er í eftir tvo áratugi og þeim árangri sem við viljum að þá hafi náðst.
Þátttakendum var skipt í þrjá hópa þar sem hver hópur hafði eitt þeirra þriggja viðfangsefna sem sýnd eru hér til hægri.
Þau atriði sem þátttakendur nefndu í svörum sínum eru flokkuð niður á undirsíður sem sjá má hér til vinstri.
Hafa ber í huga að atriðin sem fram koma eru e.t.v. ekki alltaf bein svör við spurningunum en nýtast engu síður og þá kannski í öðru samhengi.
Viðfangsefni:
Hver væri óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, t.d. árið 2030, varðandi ásýnd lands, viðhald vistkerfa og áhrif mannsins á umhverfið?
Hver væri óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, t.d. árið 2030, varðandi fræðslu, rannsóknir, menningu og listræna túlkun á sérstöðu þjóðgarðsins?
Hver væri óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, t.d. árið 2030, varðandi móttöku og aðgengi gesta, forsendur atvinnuuppbyggingar og hagsæld íbúa?