Jökullinn og áhrifasvæði hans þ.e. vatnasvið og tenging við gos og gosbeltið. Samfellt gróðurlendi og vatnavistkerfi.
Vinnuhópurinn taldi mikilvægt að takmarka þessa skoðun ekki við þjóðgarðsmörkin, þar sem landslagsheildir teygja sig útfyrir þau mörk á ýmsum svæðum.
Hvað er landslagsheild? hvernig er hún skilgreind?
Norðursvæðið:
Flokkum í jökla, eldfjöll, hraun, móberg ofl.
Svæðið við Herðubreiðalindir og Öskju og þar um kring. Dyngjur og móbergshryggir og stapar. Vikursandar og jökulársandar. Eldfjöll, eldvörp, hraun með gróðurvinjum í hraunjaðri.
Dalir, drög og flæður undan hraunjaðri. Viðkvæm svæði norðvestan Vatnajökuls.
Þarna er Jökulsá á Fjöllum og áhrifasvæði hennar. Aurkeilur, gljúfrin og merki um hamfarahlaup víða.
Jökuláin frá jökli niður að strönd.
Stór svæði með dyngjum frá hlýskeiðum og móbergi frá jökulskeiðum.
Gróft jökullandslag austan Eyjabakka.
Eldfjöll og landslag við Snæfell.
Vestan þess er gróið jökullandslag.
Norðan við Kverkfjöll eru ummerki hlaupa.
Vonarskarð og Tungnafellsjökull.
Litadýrð og hringur í fjallasal við Vonarskarð.
Suður og austursvæðið:
Stafafellsfjöllin - Lónsöræfi sérstæð vegna súrs bergs s.s. líparíts og granófýrs.
Sýnir jöklalandslag á milli jökulhettu, skriðjökla og yfir á sanda og í sjó.
Sandarnir - þeim má skipa í undirflokka.
Skriðjöklarnir
Öræfajökull
Skaftafellskomplex - skipta jafnvel í 3-4 undirsvæði.
auk minni landslagsheilda
Jökulsárlón. Sérstakt vegna samspil jökuls og sjávar.
Undirflokkar á Austursvæði.
Hraukar - framhlaupsummerki.
Eyjabakkar - flæðiengjar og rústir.
Vestursvæðið:
Laki og Eldgjá.
Lakagígar, Eldhraun og Brunnhraun.
Núpsstaður og svæðið þar í kring.
Heljargjáin
Móbergshryggir sem teygja sig innundir jökulröndina suðvestanverða. Má skipta í undirsvæði.
Jökulhettan sjálf.
Smelltu á kortin til að sjá mynd í hárri upplausn.