Hver er heildarmynd þjónustu við gesti? (Hvar eru helstu þjónustþættir veittir)
Þetta er einstakt svæði og mikilvægt að huga að upplifun fyrir ferðamenn..
Kortleggja þarf heildarþjónustu fyrir gesti í samhengi við allan þjóðgarðinn. Skoða ólíkar þarfir s.s. fyrir fjallahjól, trúss og gönguferðir.
Skilgreina þarf gestastofur, en skoða mögulega fækkun þeirra t.a. spara og leggja fé í aðra ekki síður mikilvæga uppbyggingu. Lagt til að gestastofur verði við Ásbyrgi, Skriðuklaustur, á Höfn, í Skaftafelli og við Kirkjubæjarklaustur.
Gert ráð fyrir "þjónustumiðstöðvum" svo sem við Laka, Veiðivötn, Nýjadal, Kverkfjöll, Svartárkot/Bárðardal, Mývatn, við Dettifoss, Möðrudal, Herðubreiðarlindir, Kelduhverfi, Snæfell, Lónsöræfi, Höfn, Jökulsárlón, Skaftafell.
Mikil uppbygging þjónustu við sunnan verðan jökulinn. Þar verði þjónusta mest.
Nauðsynlegt að skoða byggðasöguna á svæðinu
Öryggismálin: Hvernig er hægt að tryggja öryggi ferðalanga á jökli?
Smelltu á kortið til að sjá mynd í hárri upplausn.