Hvaða meginreglur ber að hafa í heiðri við stjórnun þjóðgarðsins varðandi samfélag, menningu og minjar ?
Rannsóknir, sátt og fræðsla.
Varðveita sérkenni á menningarsviðinu.
Varðveita minjar "lifandi" ef hægt er, jafnvel vekja upp forna menningarhætti.
Að hvetja heimamenn til að taka þátt í starfsemi garðsins - eða sjá tækifæri með þessari starfsemi.
Í heimamönnum býr óþrjótandi auður í formi þekkingar, staðbundinnar þekkingar t.d. væri hægt að sauma saman jaðarsvæði byggðar og þjóðgarðs (jökulrandar, óbyggðar) með gönguferðum - gengið á milli býla (dót jafnvel trússað á milli).
Fá heimamenn til starfa í þjóðgarðinum sjálfum og halda fyrirlestra - stunda leiðsögn, þannig má vernda, virða og nýta staðbundna menningu.
Að "heimafólk" vilji tilheyra lifandi þjóðgarði ... vera þátttakendur. M.ö.o. að stjórnun V. geri það fýsilegt.
Að vernda menningararfinn.
Samvinna.
Þjóðgarðurinn sé í sátt við samfélagið.
Menningu sé gerð skil með aðgengilegum hætti og haldið á lofti.
Sögu minja komið á framfæri með þeirri tækni sem til er hverju sinni.
Það þarf að bera virðingu fyrir samfélagi innan og í grennd við þjóðgarðinn.
Það þarf að efla menningu og varðveita minjar sem honum tilheyra.
Auka þarf fræðslu um menningu og minjar.
Sérstaða samfélaga og sérstaða menningar í samfélögum varðveitt og virkjuð í þágu fræðslu og þekkingar.
Minjar sem hafa sérstöðu séu varðveittar og gerðar áætlanir um varðveislu þeirra.
Virðing fyrir samfélögum, menningu og minjum.
Að starfsemi og þróun þjóðgarðsins sé unnin í sátt og í samráði við íbúa svæðisins og annara hópa sem að honum koma.
Að unnið sé undir þeim formerkjum að þjóðgarðurinn sé þjóðgarður allra landsmanna (og stolt).
Að staðið sé vörð um fornminjar sem finnast innan garðsins og vel um þær búið svo að sem flestir geti notið t.d. fræðslu um þær.
Sjálfbærni, sjálfbæra þróun.
Siðareglur ( spurning um útfærslu ).
Að raska engu án þess að rannsókn hafi farið fram.
Sterk tengsl og gagnvirk milli þjóðgarðs og (nær) samfélags.
Gæta þess að upplýsa samfélagið um verðmæti svæðisins og umgengnisreglur. Verði hluti af uppeldi barnanna og fræðslu í skólum.
Varðveita sögu svæðisins.
Sögu mannlífs á svæðinu og sögu sambúðar manns og náttúru.
Reglur þurfa að byggjast á þekkingu á sambúð manns og náttúru að fornu og nýju.
Reglur þurfa að byggjast á virðingu fyrir náttúru og menningu / minjum.
Þekkja þolmörkin og virða þau.
Að þjóðin sé meðvituð um gildi þess að vernda verðmætin sem felast í menningarminjum.
Samfélagið blómstri.
Menning dafni.
Varðveita minjar - upplýsa um þær, gera þær aðgengilegri, varðveita.
Samvinna við samfélagið.
Að nærliggjandi samfélag sé þátttakandi í starfi þjóðgarðsins.
Að garðurinn styrki menningarstarf sem fyrir er og á heima undir honum.
Minjar líkt og náttúruverðmæti njóti tilhlýðilegrar verndunar.
Það getur skipt máli hvort byggð er innan eða utan þjóðgarðs.
Að þjóðgarðurinn falli sem best inn í samfélag hvers staðar sbr. starfsemi og starfsemi taki sem best mið af því samfélagi sem er á hverjum stað og taki mið af umhverfinu.
Minjar hvers staðar er saga sem þarf að vera aðgengileg, sem og menning liðins tíma og breyting sem hefur orðið í áranna rás.
Nýta auðlindir, minjar og sögu af virðingu.
Menning verði hluti af því starfi sem fram fer / eða tengist þjóðgarði.
Samfélag og þjóðgarður vinni saman sem hluti af gagnkvæmri heild.
Stjórnun verði umfram allt í sátt við samfélagið.
Samvinna við samfélag þannig að ávinningur sé fyrir alla.
Nota þá menningu sem fyrir er.
Nota minjar til að gera garðinn en áhugaverðari.
Góð tengsl við samfélagið í heild og tvinna saman mismunandi menningu - matar - lista ofl.
Sérstaða þjóðgarðsins sett í samhengi við Ísland í heild sinni.
Samvinna allra í samfélaginu, Íslandi öllu, sé haft að leiðarljósi við uppbygginguna.
Minjar séu varðveittar og komið á framfæri í sátt við náttúruna og sérstöðu svæðisins.
Upplýsingum sé komið á framfæri á skipulagðan og samræmdan hátt þ.e. um það samfélag, menningu og minjar sem er á svæðinu og er varðveitt.
Mikil upplýsingamiðlun til allra, samfélagsins og alþjóðasamfélagsins.
Gæta að félagslegum þolmörkum svæða - rannsóknir.
Nýta menningu hvers svæðis í þágu garðsins og samfélaginu til heilla.
Menningartengd ferðaþjónusta.
Varðveita allar minjar og nýta þær í þágu garðsins.
Menning og minjar í þjóðgarði.
Skýr stefna um að viðhalda sérkennum hvers svæðis, menningu, minja og sögu.
Virða heimamenn og þeirra hagsmuni.
Stuðla að virkri þátttöku allra kynslóða í samfélaginu.
Samfélagið á að kristallast í þjóðgarðinum og [samþyggja].
Samfélögin taki mið af þörfum þjóðgarðsins.
Verndun minja.
Að þjóðgarðurinn taki tillit til sögulegra heilda eins og kirkjugarða.
Blanda saman í fræðslustefnu fyrir hvert svæði, þáttum úr náttúru og sögu þess.
Stuðla að góðum tengslum þjóðgarðsins og byggðanna.
Viðhalda þeirri menningu og mannlífi sem er innan þjóðgarðsins, hvort heldur er í sveitum umhverfis garðinn eða almenn ferðamennska.
Virða mannlíf á nærsvæðum.
Varðveita menningu jaðarsvæða.
Varðveita minjar, menningar / náttúru.
Samfélagið vel upplýst um nýtingu og verndun þjóðgarðsins og taki sem virkastan þátt í störfum hans.
Hlúð að menningu og minjum og tryggt að miðlun um það sé eins og best verður á kosið.
Safna upplýsingum um menningu og minjar.
Skrá minjar og meta á hverjum stað hvernig best er að vernda þær.
Fornar gönguleiðir eru t.d. mikilvægar minjar um menningu - best viðhaldi með því að fólk gangi um þær.
Fletta saman fræðslu um menningu og náttúru.
Íbúar nærsvæða upplifi þjóðgarðinn sem hluta af sinni eign og ábyrgð.
Sögu þjóðarinnar á svæðum þjóðgarðsins verði haldið á lofti og söguminjar varðveittar.
Þjóðgarðurinn styrki samfélag heimamanna, nýti þekkingu þeirra og kunnáttu. Þjóðgarðurinn verði stolt þeirra.
Þjóðgarðurinn haldi til haga og verndi sögu, menningu og minjar.
Góð samvinna við sveitarfélögin á hverjum stað.
Að starfsemi þjóðgarðsins styrki allt þrennt, og að langtímahagsmunir séu hafðir að leiðarljósi í þeim efnum. Forðast skyndilausnir.
Hlúa að því sem vel hefur verið gert.
Varðveita þjóðararf til framtíðar.
Leyfa hverju samfélagi að vaxa og dafna til frekari þroska sem byggir á þekkingu og reynslu.
Heimamenn - þekking þeirra og reynsla.
Viðhalda menningu, vernda og kynna minjar.
Gott samstarf við nærsamfélagið.
Upplýsingar um menningu viðkomandi svæðis.
Vernda minjar og upplýsa um þær, með góðu aðgengi.
Samfélag innan þjóðgarðsins er ekki síður hluti hans en náttúra og dýralíf.
Menning á að þróast frá "grasrótinni"
Minjar: gera aðgengilegar á hverjum stað - upplýsa á lifandi og skemmtilegan hátt og tryggja að umgerð sé þannig að umgangur valdi ekki skaða !
Jákvæðni - skrá sögu hvers samfélags fyrir sig.
Að ráðuneytin vinni að sama markmiði.
Leita að fleiri minjum og gera þær sýnilegri ferðafólki - gott aðgengi að þeim minjum sem til eru.
Vinna með heimamönnum.
Varðveita minjar og menningu hvers svæðis.
Tengsl samfélags við þjóðgarðinn.
Fræða gesti um menningu og minjar hvers svæðis - hafa þær í heiðri.
Að samfélagið sé virkt í starfsemi þjóðgarðsins.
Góð samvinna við íbúa nærsvæða.
Kortleggja minjar og skrá sögu.
Stuðla að fjölbreyttri menningu og listum.
Viðhalda staðbundinni menningu íbúa nærsvæða og matvælaframleiðslu.
Sameiginleg merking afurða.
Virðing fyrir þörfum samfélags í og við garðinn til að það geti líka þróast og dafnað.
Varðveisla menningar og minja fyrir komandi kynslóðir.
Þjóðgarður verði ekki "ríki í ríkinu".
Þjóðgarður sem hluti af samfélaginu.
Þjóðgarður sem byggir upp innviði garðsins sem dregur fram menningu og minjar svæðisins.
Þátttaka í verkefnum sem draga fram menningu og minjar svæða.
Þjóðgarðurinn sé hluti af samfélaginu.
Menning og minjar hluti af þjóðgarðinum.
Ein heild.
Styðja við atvinnuuppbyggingu á áhrifasvæðum þjóðgarðsins.
Stuðla að því að efla menntun og byggja upp tækifæri fyrir heimamenn.
Að menning hvers svæðis og einkenni fái að halda sér.
Að safna markvisst upplýsingum um mannvist og menningarminjar innan garðsins og miðla þeim.
Að gæta þess að tengsl nærsamfélags og þjóðgarðssvæðis rofni ekki t.d. varðandi göngur og réttir.
Að varðveita menningarminjar innan þjóðgarðs.
Stjórnun og reglur verði miðaðar við hagsmuni og vilja nærsamfélagsins.
Menningu svæðisins verði ekki beint inn á brautir, heldur fái að njóta sín eins og hún þróast sjálf.
Minjar sem menning þurfa að varðveitast.
Samráð við íbúa og samfélag - góð tenging.
Fræðsla til gesta og samfélags um menningu og sérstöðu hvers svæðis.
Söfnun og skráning upplýsinga / fróðleiks frá íbúum um menningu og minjar.
Hafa í heiðri fornar minjar, sögur, hefðir svæðisins / þjóðgarðsins.
Virkja heimamenn í að taka virkan þátt í að vernda menningu / minjar.
Skapar sterka samfélagskennd og virðingu fyrir sögunni / umhverfi.
Maðurinn er hluti af náttúrunni - samfélag og menning manna fái að þróast með þjóðgarðinum.
Menningarminjar eru hluti af sögu manns og náttúru, því ber að hlúa að þeim og vernda ( ef hægt er ).
Samvinna manna innan / utan garðs.
Samfélagið og náttúrar - þjóðg. - spegli hvort annað, verði órjúfanleg heild.
Menningin eigi sér menistoðir í þjóðgarðinum.
Minjar lögð rækt við þær, menning forfeðranna - grunnur að menningu nútímans.
Þjóðgarður eitt brot af heildarmynd, því þarf hann að vera í sátt við samfélagið.
Menningu / menningararfi og minjum sé gert hátt undir höfði.
Fræðsla og miðlun upplýsinga til samfélagsins og um samfélagið.
Menning og minjar hluti af fræðslu í þjóðgarði.
Virðing og skilningur á samspili þeirra sem búa í nágrenni garðsins og þeirra sem stýra honum og starfa innan hans.
Meta svæðisbundnar aðstæður hverju sinni og vinna að markmiðunum saman - þau sett í samvinnu allra hagsmunaaðila.
Að þjóðgarðurinn verði hluti af samfélaginu og menningu.
Að allar minjar fái pláss í garðinum.
Að ávallt verði unnið með íbúum svæðisins til að tryggja að þeim finnist þeir vera hluti af honum.
Stöðvað og virkt samtal milli Þjóðgarðsstofnunar og samfélags á jaðarmörkum garðsins.
Varðveisla menningarminja.
Nýta menningu og minjar til fræðslu.
Tengja menningu svæða við fræðslu innan þjóðgarðs og á vegum hans.
Samvinna við heimamenn innan og utan marka.
Þjóðgarður verði hvatning til að styrkja gömul tengsl manns og náttúru og einnig finna leiðir til að byggja eitthvað nýtt á grunni þeirra.
Samfélag líkt og náttúran er í stöðugri þróun - þjóðgarðurinn verði jákvætt, framvirkt afl og náttúrlegur þátttakandi í þeirri þróun.
Menningarlegum og sögulegum arfi verði haldið lifandi.
Starfsemi þjóðgarðsins verði samþætt umhverfisvænni atvinnusköpun í samfélaginu. Best er ef hægt er að ná um það sátt að framtíðarstefnumörkun samfélagsins sé alltaf samrýmanleg verndarmarkmiðum þjóðgarðsins.
Að hvort taki tillit til annars.
að þjóðgarðurinn efli byggð og störf, afleidd störf + uppbygging skapi tækifæri fyrir ungt fólk.
Jafnhliða breytingu á áherslum við breytta landnotkun, verði í heiðri höfð menning þess sem hefur verið undirstaðan og skapað mannlíf.
Að búsetuminjar og lífsbaráttu fólks verði haldið til haga og nýtt til atvinnusköpunar.
Að menning í matvælum verði hafin til vegs.
Gagnkvæm virðing í öllu.
Stjórnað í sátt við samfélag.
Nýta söguminjar, safna í gagnagrunn til fræðslu.
Fræða gesti þjóðgarðsins um menningu og minjar svæðisins.
Varðveita menningarminjar og gera þær skemmtilegri.
Draga fram tengsl milli mannlífs á svæðinu og náttúru; veita td. upplýsingar um gamla atvinnuhætti, búskaparhætti, td. kolagerð, eggjatínslu, smalamennsku, fráfærur.
Virða staðbundin samfélög við mótun stefnu.
Vernda það sem sérstakt er.
Samfélagið sé með í ákvörðunum.
Gott samspil allra þátta.
Virðing fyrir sérstöðu svæða.
Samvinna innan svæðis.
Öflug kynningarvinna og fræðsla sé í boði.
Að samfélagið innan þjóðgarðsins tengist innbyrðis með sérstöðu hvers svæðis í huga og er þá horft á alla menningu s.s. list, mat og byggð.
Minjar ber að varðveita sem gefur gestum glögga mynd af sögu og menningu svæðisins.
Gagnvirk tengsl séu tryggð milli samfélagsins í grennd við þjóðgarðinn og við þjóðina í heild með fræðslu um garðinn og markmiðin með stofnin hans.
Fræðsla um menningu horfinna kynslóða og nútíðar sé ríkur þáttur í stjórnun garðsins.
Náttúru- og búsetuminjar séu varðveittar sem hluti af fræðslu og miðlun til almennings og gesta.
Þjóðgarðurinn hluti af samfélaginu.
Þjóðgarðinum stjórnað af einni yfirstjórn.
Menningar verðmæti varðveitt fyrir komandi kynslóð.
Þjóðgarðurinn taki virkan þátt í stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins og aðliggjandi sveitarfélaga.
Samráð haft vegna varðveislu menningarminja.
Aðkoma að sjálfbærri atvinnuþróun mikil.
Virðing sé borin fyrir þeim menningarlegu sérkennum í nútíð og fortíð sem tengjast þjóðgarðinum.
Virðing.
Sjálfbærni.
Að kortleggja minjar þ.a. hægt sé að forgangsraða verndun og stjórnun þeirra.
Draga fram menningu svæðanna innan garðsins.
Samráð og samvinna þjóðgarsð og íbúa ( samfélag )
Virðing.
Kynna menningu og minjar með nýstárlegum hætti.
Halda starfsemi í heimasveit á tillits til hversu seljanleg hún er.
Náin tengsl við samfélagið varðar miklu.
Varðveita og kynna menningu og minjar.
Samstöðu.
Skrá og virða sögu svæðisins.
Heiðra minningu frumkvöðla.
Svæðið njóti ávinningsins af stofnun garðsins.
Þjóðin njóti ávinnings af stofnun garðsins.
Virða ber nýtinga rétt heimamanna, þeirra sem búa á jaðarsvæðum.
Upplýsa á fólk um sögu og menningu svæðanna, sögu, sagnir, ljóð.
Vernda allar fornminjar sérstaklega sem kunna að finnast.
Að varðveita sérstaka menningu innan þjóðgarðs en aðlaga hana þó að framförum og stuðla að því að íbúar við þjóðgarðinn samsami sig gildum garðsins.
Fræðsla, varðveisla og uppbygging minjaseturs, (gestastofur).
Upplýsingagjöf út í samfélagið.
Uppbygging á menningu, fræðsla.