Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi móttöku og aðgengi gesta:
Álag í garðinum verði skipulagt, t.d. umferð gangandi og vélknúinna tækja.
Uppbygging spilli ekki náttúrunni.
Flokka ber svæði eftir þolmörkum (náttúrugæða og upplifunar) og þróa þau mismikið.
Öryggi ferðamanna sé tryggt.
Setja samræmdan staðal fyrir mannvirki ofl.
Horft sé að móttöku gesta frá sjónarhorni ferðamannsins.
Allir markhópar finni afþreyingu við sitt hæfi t.d. með uppbyggingu á jarðarsvæðum en ósnortið land á afskekktari svæðum.
Ferðamönnum sé stýrt með tilliti til hámarksupplifunar og verndunar náttúru.
Gæði upplýsinga séu aukin og nýtt vel það sem fyrir er.
Leiðsögn sé lifandi og túlkun virk.
Hægt sé að fá upplýsingar allt árið og helstu starfsstöðvar opnar.
Gestir hafi aðgang að virkum gestastofum.
Þjóðgarðurinn stýri aðgengi og skipuleggi uppbyggingu.
Nýta ber það sem fyrir er, ekki þörf fyrir mikla steypu.
Efna þarf til samtals við hefðbundnar atvinnugreinar, landbúnað, sjávarútveg og ferðaþjónustu.
Nýta sem fjölbreyttasta starfskrafta til upplýsingamiðlunar og þjóðgarðsvörslu.
Móttaka gesta og aðgengi taki mið af aðstæðum á hverjum stað.
Móttaka gesta sé í samræmi við verndaráætlun
Samræmt/svipað merkingakerfi sem segir til um hver mörk þjóðgarðsins eru, amk á fjölförnum leiðum.
Þjónusta byggi á því sem fyrir er hvað varðar uppbyggingu.
Dreifing gesta mikilvæg til að viðhalda hugmyndum um kyrrð og næði til að njóta.
Árið 2030 verði búið að byggja upp þjónustunet, stíga og vegi sem til þarf til að þjóðgarðurinn verði það stolt sem lagt var af stað með í upphafi.