Í lok samráðsdagsins var boðið upp á samræðu út frá tilteknum stöðum eða svæðum. Hvert málefni var rætt í 6-8 manna hópum sem höfðu stórt kort af austurhluta Íslands til hlíðsjónar og til að merkja niðurstöður sína inn á.
Málefnin sjást hér til hægri.
Viðfangsefni:
Hvar og hverjar eru einstakar upplifanir á heimsvísu / landsvísu?
Hvernig afmarkast landslagsheildir og karaktersvæði?
Hvaða ferðaleiðir eru mikilvægastar um þjóðgarðinn?
Hver er heildarmynd þjónustu við gesti? (Hvar eru helstu þjónustþættir veittir)
Hvar og hvernig er þörfum ólíkra útivistarhópa sinnt?
Víðerni: Hvernig skilgreint, hvar og hvaða upplifun?
Hvar og hvernig fræðum við um sérstöðu í menningu og náttúrufari?
Rannsóknir og vöktun: Hvar, hvað og hvernig?
Markaðsmál og kynning: Hvar, hvað og hvernig?