Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi menningu og listir:
Menning sem tengist uppbyggingu svæðisins er vel kynnt, s.s. búseta, matur og listir.
Listamönnum gefin góð aðstaða til að sækja hugmyndir og innblástur til svæðisins.
Sérstakir þættir í menningu og sögu svæðisins verði varðveittir: Göngur og réttir, nytjar, halda fornleifum við.
Í þjóðgarðinum er aðstaða fyrir listamenn og aðstaða til sýningar á handavinnu heimamanna.
Það mætti bjóða ljósmyndara að gera dagatal fyrir hvert ár.
Menning sé auðug og góð. Fjölbreytt, innihaldsríkt, öflugt og gróskumikið mannlíf.
Listræn túlkun nýti innblástur.
Fá gestalistamenn og fastbúandi.
Þjóðgarðurinn virkur í menningarmiðlun nærsvæðanna og styðji við menningarstarf sem á rætur í sérstöðu þjóðgarðsins.
Listamenn fái aðstöðu til listsköpunar innan þjóðgarðsins.
Tengja svæðið við listamenn sem vilja nota náttúruna/landslagið í þeirra vinnu og þjóðgarðurinn noti hana í markaðssetningu.