Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi ýmis almenn atriði sem ekki falla í aðra flokka:
Tækifæri komandi kynslóða verði ekki rýrð, ekki gengið á höfuðstólinn.
Þjóðgarðurinn verði ekki ósnertanlegt fyrirbæri.
Samspil manns og náttúru í viðhaldi vistkerfa verði í sátt og fundinn farvegur. Á náttúran að fá að hafa sinn gang?
Verndaráætlun í sátt við heimamenn og umhverfi, henni fylgt eftir og endurskoðuð.
Þjóðgarðurinn sé í sátt við heimamenn og þjóðina.
Samstaða – einn þjóðgarður.
Sjálfbær þróun – náttúran njóti vafans.
Garðurinn hafi stækkað 2030.
Náttúruvernd og sjálfbærni sé í fyrsta sæti – ofar öðrum sjónarmiðum.
Þjóðgarðurinn sé náttúruperla allrar þjóðarinnar.
Tryggja þarf fjármagn til þess að byggja upp innviði.
Auka þarf rannsóknir, t.d. á loftslagi, þolmörkum, gróðurfari og vistkerfum.
Staða og starf þjóðgarðsins í samræmi við verndaráætlun sem allir eru sáttir við.
Verndaráætlun geri ráð fyrir sjálfbærri starfsemi í sátt við náttúru og nýtingu.
Þjóðgarðurinn orðinn stærri.
Stjórnsýslan tali saman milli ráðuneyta.
Auka virðingu heimamanna og gesta fyrir náttúrunni; umferð í sátt.
Fræðsla, menning, listir og rannsóknir vinna saman sem heild og hafi alþjóðlegt aðdráttarafl. Gestir dvelji til lengri og skemmri tíma og gerist þátttakendur í samfélaginu.
Verndun hafi skapað tækifæri til markaðssetningar og atinnuuppbyggingar.
Sjálfbært samfélag, náttúra og sjálfbær ferðaþjónusta.