Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi áhrif mannsins:
Áhrif mannsins á umhverfi þjóðgarðsins verði sem minnst og fræðsla og skipulag hlúi að því markmiði m.a. að geta tekið á móti aukningu ferðamanna.
Brugðist verði við fyrirsjáanlegum áhrifum með fyrirhyggju og skýrri forgangsröðun þar sem viðkvæmustu svæðin njóti forgangs.
Áhrif lágmörkuð hverju sinni í samræmi við bestu hugmyndir um sjálfbærni.