Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi samfélag:
Virkja íbúa í nærumhverfi sem hluta af garðinum, þar sem samráð, jafnrétti og heildarhugsun er leiðarljósið.
Þjóðgarðurinn auki ekki aðeins hagsæld frá fjárhagslegu sjónarhorni heldur bæti lífsgæði almennt og leiði til blómlegra samfélags.
Öflugt samstarf við íbúa á nærsvæðum við uppbyggingu.
Þjóðgarðurinn gefur tóninn varðandi uppbyggingu í kringum garðinn.
Samræma þarf stefnu þjóðgarðsins og sveitarfélaga, sérstaklega á jöðrum.
Íbúar og þjóðgarður samsami sig hvorir öðrum.
Íbúar komi að sjálfbærri nýtingu.
Bætt lífskjör íbúa svæðisins, aukin atvinnutækifæri og miðlun innan svæða um t.d. möguleika á menntunartækifærum innan ferðaþjónustunnar.
Virkja samsarf allra hagsmunaaðila og allra íbúa svæðisins.
Trygg undirstaða fyrir atvinnulíf heimamanna.
Efla menntunarstig m.t.t. tækifæra sem felast í búsetu. Áhersla á börn og ungmenni og þau leiti aftur inn á svæðið að menntun lokinni.