Uppbygging ferðaleiða taki mið af þolmörkum. Flokkun á ferðaleiðum: Akvegir, gönguleiðir, annars vegar stikaðar og hins vegar óstikaðar. Hér fyrir neðan eru mikilvægustu ferðaleiðir um þjóðgarðinn.
Norðursvæðið:
Gönguleið frá Mývatni til ÖskjuAskja/Lindir - Svartárkot. . Megingönguleið um Herðubeiðarlindir, Öskju og Svartárkot. Hún er illa nýtt. Það skortir betri innfrastrúktúr frá Mývatni í Öskju.
Fleiri gönguleiðir s.s. í Kverkfjöll.
Megin ökuleiðin inní Öskju og Kverkfjöll frá Mývatni er mjög vinsæl. Lagt til að aðal ferðaleiðin þangað verði Arnardalsleið um Möðrudal og Upptygginga. Það sé ein besta leiðin inn í Öskju. Nauðsynlegt að halda í náttúrulegar takmarkanir og láta árnar takmarka umferð.
Austursvæðið:
Akvegur um Snæfell að jökli. Hann þarf að laga.
Gönguleið frá Snæfelli eða Geldingafelli í Lónsöræfi.
Suðursvæðið:
Ný frábær leið úr Jökulsárlóni í Skaftafell. Þarnast göngubrúa.
Um Lakasvæðið.
Vonarskarð - Jökulheimar og áfram suður. Vonarskarðssvæðið ætti að verða gönguland.
Vestursvæðið:
Vegur að Laka. Skoða þarf þolmörk þess svæðis vel. Vegur má ekki verða þannig að smábílar komist vegna þolmarka svæðis.
Vonarskarð sem göngusvæði. Gönguleið úr Jökulheimum, þarfnast brúar.
Vatnajökull:
Skilgreina þarf meginleiðir á jöklinum sjálfum, hvar megi aka og hvar séu einvörðungu gönguleiðir. Hnita þarf ákeðin belti.
Vinsæl gönguleið á Hvannadalshnjúk.
Önnur vinsæl í Kverkfjöll.
Smelltu á kortið til að sjá mynd í hárri upplausn.