Þegar þátttakendur komu til samráðsfundarins voru þeir beðnir um að setja þrjú merki við nokkrar setningar sem ætlað var að draga fram mismunandi afmörkun á sérstöðu þjóðgarðsins. Merkjunum mátti dreifa að vild, þ.e. setja öll við sama sérstöðupunkt eða eitt við einhverja þrjá.
Setningarnar voru mótaðar á grunni umræðu sem fram fór á fundi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs í september. Mörg atriði voru nefnd þar en þessi sem sýnd eru hér til hliðar voru þau sem helst bar á þeirri umræðu.
Við hverja setningu er sýndur sá "atkvæðafjöldi" sem hver þeirra fékk.
Auk þess að taka afstöðu til þessara setninga máttu þátttakendur bæta við nýjum. Eftirfarandi kom fram:
Stærsti jökull í Evrópu.
Þjóðgarðurinn býður upp á ögrandi viðfangsefni og ævintýralega upplifun.
Helsta verðmæti þjóðgarðsins verða upplifanir og viðburðir sem fólk skapar innan hans.
Stærsti jökull í heimi utan heimskautsins.
Rannsóknamiðstöð um þróun loftslags, jarðsögu og lífríki.
Mjög fjölbreytt og óvenjulegt landslag: Miklar andstæður. Má sjá hvernig náttúruöflin móta yfirborð jarðar.
Auðvelt aðgengi að jöklum.
61 atkvæði: Land þjóðgarðsins er fjölbreytt og felur í sér miklar andstæður; eldur-ís, byggð-óbyggð, gróður-auðn, hátt-lágt.
58 atkvæði: Í þjóðgarðinum má kynnast mannlífi, menningu og sögu sem endurspeglar baráttu við náttúruöfl og andstæður í nálægð við jökulinn.
41 atkvæði: Í þjóðgarðinum eru náttúruundur tengd jarðfræði, jarðsögu á flekaskilum, lifandi landmótun, eldi og ís.
27 atkvæði: Í þjóðgarðinum eru víðáttumiklar auðnir og óbyggðir með sérstæðum vinjum, t.d. á lindasvæðum.
25 atkvæði: Þjóðgarðurinn býður upp á sérstæða og eftirminnilega upplifun og skynjun.
6 atkvæði: Þjóðgarðurinn er sá stærsti í Evrópu.