Þátttakendum bauðst að skrifa "hugdettur", þ.e. hugmyndir, ábendingar, vangaveltur og viðvaranir sem kynnu að koma upp og ættu e.t.v. ekki heima á svarblöðum þess viðfangsefnis sem fengist var við hverju sinni. Þessar hugdettur söfnuðust:
Rannsóknarsvæði lokuð, en finna leið til að miðla upplýsingum frá þeim.
Fjármögnun: gera öflugt plan varðandi frjáls framlög. Áberandi leiðir til að hvetja fólk til að gefa t.d. söfnunarkassar, á vefnum, hollvinasamtök, sala póstkorta/merkja, styrkja ákveðin verkefni (t.d. fá bekk nefndan í höfuðið á sér eða tré) osfrv.
Gagnvirkni: leyfa gestum að taka meiri þátt í starfsemi garðsins með t.d. frjálsum framlögum, sjálfboðaliðavinnu, innsetningu efnis á vef (myndir, umsögn um upplifun), viðburðum ofl.
Markaðssetning f. ferðamenn: Miklu myndrænni heimasíða tengd landkynningasíðu (visit Iceland og landshlutasíðum), kynna alla þjóðgarða á einni síðu, hámarka leit á leitarvélum Skilaboð í erlendri markaðssetningu: stærsti þjóðgarður Evrópu, fjölbreytni og einstök jarðfræði (eldur/ís).
Samræma betur starf allra þjóðgarða á landinu. Skipulag þeirra er allt of ólíkt. Hagræðing með samræmingu m.a. í markaðsmálum. Sbr. National Park Service í USA. Einnig skoða möguleika á samstarfi þjóðgarða utan Íslands.
Lengi var sagt að hanna ætti gestastofuhús og hafa þau öll eins til sparnaðar. Ég og margir áhugamenn um Vatnajökuls þjóðgarð tel að mikilvægara sé að nýta þá aðstöðu sem þegar hefur orðið til á mismunandi svæðum - gestastofurnar verði því mismunandi og lýsi sérstöðu ýmissa hluta Vatnajökuls.
Höfn: nábýli við jökul í 10000 ár.
Klaustur: samspil jökuls og eldvirkni skaftáreldar.
Jökulsárgljúfur: óbyggðir hálendis, Ódáðahraun.
Skriðuklaustur
Hvar er möttulstrókurinn?? Hver er staða hans í þjóðgarðinum? Hvaða hlutverk leikur hann, t.d. í samspili við jökulinn?
Fjármagna þarf með sérstökum sjóði, fjölþættar, þverfaglegar rannsóknir á sérkennum þjóðgarðsins.
Fram kom hjá einum hópi að rannsóknir innan þjóðgarðs yrðu að vera á forsendum þjóðgarðs en ekki einstakra vísindamanna. Hvað í ósköpunum var átt við?
"Í kjölfar jökla kviknar líf". Lifandi rannsókna- og kennslustofa.
Klósettfrelsi: talfrelsi. Inngreiðslukort sem þú kaupir og getur greitt inná. Notað til að greiða fyrir afnot af snyrtingum.
Varðandi lögregluvald landvarða: ökutæki sem ekið er utan vegar verði gerð upptæk og seld til ágóða fyrir þjóðgarðinn.
Stuðla að góðri menntun og þekkingu starfsmanna. Skilgreina vel kjarnastarfsemi þjóðgarðsins.
Listræn túlkun... Þarf að taka saman það sem til er - í bókmenntum, myndlist o.s. frv.
Á VJÞ að markaðssetja sig sjálfur eða veita tengdum aðilum stuðning í sinni markaðssetningu og kynningarst.
Tel mjög ábótavant merkingum við innkomu í þjóðgarðinn.
Núpsstaðaland allt innan þjóðgarðs, merkilegt landslag og búsetuminjar - aðgengilegt.
Skaftáreldahraun. Skaftá - hluti af þjóðgarði - rannsaka hana frá upptökum til ósa. Samspil jökulvatns og lífríkis - fiskar í ám og sjó.
Öll landsvæði innan þjóðg. séu í einkaeign/jarðir. Ríkið kaupi ekki upp jarðir.
Þjóðgarðurinn efni til listaverkasamkeppni (málverk, höggmyndir). Verkin skírskoti til náttúru og menningu garðsins. 1., 2. og 3. verðlaun. Haldið árlega. Verðlaunaverkin sýnd í gestastofunum.
Muna almennt eftir lögunum 107/2001. Ekki gleyma 9. grein laga nr. 107/2001. Þar kemur fram m.a. að leiðir eru fornleifar og þ.a.l. má ekki keyra mótorhjól eftir þeim!
Kröfur um menntun þjónustuaðila. Taka tillit til þjónustuþátta, þekkingar á sögu og náttúru auk öryggismála. Það á ekki að vera sjálfsagt að hver sem er geti unnið í þjóðgarðinum.
Hálendið fái að halda sérkennum sínum... Frumstætt, fámennt, ævintýralegt. Ekki bæta gerð vega. - Tækifæri í því ( frh) - ferðamenn sækja í það sem er frábrugðið þeirra daglega lífi.
Snúa við blaðinu.
Hafa atkvæðagreiðslu, til leiðbeiningar um stækkun garðsins í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Setja á fót sjóð sem styrkir þróun, atvinnutækifæri sem byggir á reglum og markmiðum garðsins.
Stefna mörkuð um umferð. Fjármagn.
Dagatal. Í þjóðgörðum í v-verðum USA eru seldar ljósmyndir eftir Ansell Adams, einhvern virtasta ljósmyndara BNA. Tillaga: semja við einn ljósmyndara á hverju ári um að gera flott og persónulegt dagatal m/ myndum úr þjóðgarðinum. Upplagt til gjafa.
Mjög mikilvægt að hefta útbreiðslu ágengra tegunda í þjóðgarðinum. Setja strax upp áætlun. Bregðast strax við mögulegum ágengum tegundum. Auðveldast og um leið ódýrast að hefta útbreiðslu teg. meðan hún er takmörkuð á taftímanum (lag-phase).
Stofna alþjóðlegt fræðslu og vísindasetur - loftslagsbreytingar.
Einfalda yfirstjórn garðs og tryggja að leitað sé eftir því að nýta þekkingu á einstaka svæðum.
Bjóða upp á rútuferðir í Laka en loka fyrir aðra umferð þangað. Bæta veginn.
Alþjóðlegt samstarfsverkefni um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru og manni. Vatnajökull gefur tækifæri á að fylgjast með breytingum.
Myndasería af hopun jökuls - tengsl við loftslagsbreytingar.
Það vantar varamenn fyrir fulltrúa í svæðisráðum, breyta lögum/reglugerð varðandi það.
Langisjór, Skeiðarársandur, Grænalón - nauðsynlegt að komi inn undir Vatnajökulsþjóðgarð.
Ljósmyndabanki á netinu. Myndir frá þjóðagarðinum sem hægt er að sækja (frítt/gjald?).
Nýta margmiðlunartækni við upplýsingagjöf og fræðslu, ekki eingöngu inni á gestastofum. Til er tækni sem virkar utan dyra.
Heitið "verndaráætlun" er ekki nothæft fyrir "management plan". Stefnumótun eða framkvæmdaáætlun.
Yfirstjórn þjóðgarðs verður að hafa getu til að setja mörk, segja "nei"!
Kortleggja þarf vel allar menningarminjar og huga að því hvernig eigi að vernda þær t.d. fyrir áfoki eða landbroti.
Ein þjóðgarðsstofnun á Íslandi með öflugu starfi á landsbyggðinni.
Svæðisráðin hafi meiri áhrif á fjármál garðsins á viðkomandi svæðum. Störf verði til, því tengt, á hverri þjóðgarðsstöð.
Virkja á söfn og menningarsetur allt í kringum þjóðgarðinn til að vinna að rannsóknum, fræðsluefni og sýningum um mannlíf og sögu, listsköpun og fleira.
Listamenn má örva til sköpunar með því að hafa gestaíbúðir í grennd við garðinn, jafnvel með tímabundinni aðstöðu inni í garðinum og þeir einir fengju döl sem ynnu með svæðið.
Afurðir heimamanna tengdar þjóðgarðinum.
Gera rannsóknaráætlun.
Vatnajökuls akademía.
Rannsóknir - heimsóknir skóla og vísindamanna.
Að upplifun gesta byggist á samneyti við heimamenn og öfugt.
Útbúa "hljóðbók" sem hægt er að hlaða niður af heimasíðu þjóðgarðs og prenta út kort til að fylgja á meðan hlustað er á "hljóðbókina" í bílnum.