Hvaða meginreglur ber að hafa í heiðri við stjórnun þjóðgarðsins varðandi tengsl við atvinnulíf, móttöku og upplifun gesta?
Arður af ferðaþjónustunni skili sér í grannbyggðirnar; girt fyrir efnahagslega leka
Standa vörð um sérstöðu, s.s. frumstætt hálendið. Vegir með ævintýragildi sem á að sækja.
Fjölbreytt afþreying.
Hætta að tala um fleiri ferðamenn en einbeita sér að góðum gestum sem skilja eftir sig annað en sporin.
Sjálfbærni.
Hafa gott samstarf við atvinnulíf viðkomandi svæðis.
Góða aðkomu í garðinn. Láta fólk vita hvenær það er komið inn í hann.
Gera upplifun fólks fjölbreytta eftir svæðum.
Leggja áherslu á sérkenni svæðisins og viðhalda þeim og miðla.
Færni og fagmennska þeirra sem starfa innan Vatnajökulsþjóðgarðs og í mikilli nálægð við hann.
Samvinna við hagsmunaaðila.
Stjórnendur hafi þekkingu á þeim svæðum sem þeir vinna við að taka á móti gestum.
Samráð og samstarf milli stjórnar garðsins og þeirrar atvinnu sem sem er í við þjóðgarðinn.
Móttaka og upplifun sé allta jákvæð og fræðandi og gestir fari ætið stoltir burtu og með þá tilfinningu að þeir séu þátttakendur í einhverju stórfenglegu.
Sjálfbærni lögð til grundvallar í atvinnuuppyggingu.
Lögð áhersla á uppbyggingu starfa á heilsársgrunni.
Hlúð að smáum og meðalstórum fyrirtækjum.
Fagmennska meginþráður í móttöku og þjónustu við gesti.
Skýr gæðaviðmið þjóðgarðs og fyrirtækja sem nýta hann í starfsemi sinni – umhverfisviðmið.
Upplifun gesta eru grundvölluð á nærfærni og alúð.
Koma upp fræðasetri.
Náin samvinna með aðilum í ferðaþjónustu.
Það þarf að sýra gestum á rétta staði og svæði og fræða þá.
Samspil rannsókna og fræðslu.
Hluti atvinnuuppbyggingar svæðisins.
Ekki verði rofin tengsl atvinnulífs svæðisins og þjóðgarðsins.
Tekið verði móti gestum með upplýsingamiðlun gegnum gestastofur.
Merking í og við garðinn verði góð til að auðvelda gestum að njóta garðsins.
Gestum þjóðgarðsins kennt að meta og virða það sem þjóðgarðurinn stendur fyrir.
Menntun starfsfólks.
Góðar upplýsingar um málefni garðsins.
Fræðslugöngur.
Góðir fjallaskálar.
Góð hreinlætisaðstaða á áningarstöðum.
Mikil tengsl við atvinnulíf og góð samvinna. Samstarf við skóla- og vísindasamfélag.
Móttakan og upplifun gesta byggi á sérstöðu svæðisins og að gestir upplifi að þeir séu að fá sértækar, góðar en miklar upplýsingar jafnt um svæðið og Ísland í heild sinni.
Upplifun endurspegli þá upplifun sem ferðamaðurinn fær af Íslandi í heild sinni: Einstök hrein náttúra þar sem náttúruöflin og skapandi og fræðandi samfélag kemur saman.
Þjónustumiðstöðvar í jaðri náttúrufarslega mikilvægra svæða.
Áhersla verði á ferðamennsku án vélknúinna farartækja, gönguferðir, siglingar, klifur og skíðaferðir.
Sjálfbært atvinnulíf, ekki neinar óafturkræfar framkvæmdir.
Gestir finni strax við komu að þeir séu í þjóðgarði og þess sé gætt að upplifun þeirra sé í samræmi við væntingar þeirra, eins og framast er unnt.
Atvinnulíf verður að fá að lifa áfram á svæðunum og þróast í samvinnu við stjórnendur.
Móttaka gesta er mjög mikilvægur þáttur, enginn má velkjast í vafa um hvaða reglur gilda.
Lögð áhersla á að starfsfólk sé vel upplýst um þjóðgarðinn og taki á móti gestum hans með brosi.
Áhersla á að fyrirtæki sem starfa innan þjóðgarðsins vinni samkvæmt markmiðum þjóðgarðsins um sjálfbærni og gæði þjónustu.
Sérstaða og fjölbreytni svæðisins, gæðastjórnun.
Tillit tekið til þeirrar atvinnustarfsemi sem er til staðar. Veiðar, landbúnaður, þjónusta.
Fá fólk til að koma aftur og aftur.
Bera virðingu fyrir gestum með því að fræða þá og gefa þeim tækifæri til að upplifa það sem hugur þeirra stendur til án þess að það sé á kostnað náttúrunnar.
Atvinnulíf á staðnum njóti sem mest góðs af vandaðri ferðamennsku.
Sjálfbærni.
Fræðsla verði aðalsmerki garðsins.
Framúrskarandi starfsfólk.
Skýrar og gegnsæjar reglur um rekstur einkaaðila.
Nýting náttúruauðlinda sé í sátt við verndarmarkmið og atvinnuuppbyggingu.
Græn störf verði í boði.
Minni steypa – meira hlúð að landinu.
Vel skipulagt í sátt við mann og náttúru.
Gott aðgengi ferðamanna og markviss stýring.
Fjölbreytt myndefni.
Móttaka á ekki síst að vera stuðningur við þá sem bjóða upp á þjónustu á svæðinu.
Setja sig í spor gesta og uppfylla þarfir þeirra – ekki þarfir starfsmanna.
Upplifun gesta skal vera af jákvæðni – ekki boðum og bönnum.
Hampa einkaframtaki en tryggja jafnframt að allir vinni að sameiginlegu markmiði hvað varðar gæði, náttúruvernd og öryggismál.
Að hefðbundin atvinnustarfsemi geti vaxið og dafnað í sambýli við þjóðgarð.
Gestrisni verði aðalsmerki þeirra sem sinna móttöku gesta.
Að gesturinn upplifi gott viðmót og hann sé aufúsugestur.
Að þjóðgarðurinn sé trúverðugur í starfi skv. meginmarkmiðum IUCN.
Að boðið sé upp á þjónustu við gesti allan ársins hring og stuðlað að því að afþreying sé í boði t.d. með samstarfi við atvinnulífið.
Náið samstarf allra hagsmunaaðila mun tryggja bestan árangur.
Gesturinn er velkominn að njóta náttúrunnar í boði garðsins.
Mikilvægt að þjóðgarðurinn og þau fyrirtæki sem starfa á hverju svæði styðji við atvinnuuppbyggingu á hverju svæði, t.d. með þvi að kaupa aðföng af svæðinu, að það séu heimamenn sem eru þjálfaðir í því að taka á móti gestum og lögð sé áhersla á mat úr héraði.
Tengsl við atvinnulíf einkennist af samstarfi og að það fái notið sín.
Móttaka gesta sé sem glæsilegust.
Upplifun gesta gefi sem raunsannasta mynd.
Þekking, gæði og skýrar leikreglur.
Upplifun gestsins er einstaklingsbundin en mótast af því hversu vel tekst til að tvinna saman alla atvinnu hvers svæðis fyrir sig. Gera hana sýnilega.
Hafa upplýsingar svæðisins réttar og að þær liggi á lausu. Fjölbreytni, bæði í mann- og atvinnulífi.
Skýrar reglur um atvinnustarfsemi, uppbyggingu áningarstaða og göngleiða auk merkingar sögu- og menningarminja.
Fræða starfsfólk og íbúa á nærsvæði.
Atvinnulíf þarf að taka mið af þjóðgarðinum og markmiðum hans.
Þjóðgarðurinn sinni móttöku, fræðslu og stýri gestum, bjóði upp á fjölbreyttar leiðir og upplifun sem þó tekur alltaf mið af markmiðum friðlýsingar.
Nágrannar þjóðgarðsins sinni þjónustu og gistingu.
Tryggt að atvinnulíf sé sjálfbært og valdi ekki óafturkræfum framkvæmdum.
Stuðla að því að heimamenn byggi upp atvinnu og móttöku í sátt við umhverfið, samkvæmt verndaráætlun.
Upplifun gesta sem mest í gegnum heimamenn sem þekkja sína heimahaga best.
Rækta þarf atvinnulíf sem er til staðar við stofnun þjóðgarðsins.
Gestir þjóðgarðsins virði náttúru og mannlíf.
Skipulag miðli álagi, sem tryggi hámarksgæði og rétta upplifun.
Atvinnulíf fái möguleika til starfsemi innan þjóðgarðs á grundvelli sjálfbærrar starfsemi.
Fræðsla um náttúru svæðisins verði lykilstarfsemi fyrir gesti – fjölbreytt afþreying fyrir mismunandi hópa ferðamanna.
Gott samstarf þjóðgarðs og atvinnulífs að þessum markmiðum.
Upplýsingagjöf á báða bóga.
Allir velkomnir – lifandi fræðsla.
Að vinna markvisst að uppbyggingu sjálfbærrar ferðaþjónustu í tengslum við garðinn.
Að upplifun gesta verði jákvæð, þ.e. þeim finnist þeir vera velkomnir þó að þeir þurfi að fylgja reglum garðsins.
Öflug samvinna við atvinnulíf um þróun viðskiptahugmynda.
Markaðssetning þar sem Vatnajökulsþjóðgarði er teflt fram sem einstöku svæði á heimsvísu.
Markvisst gæðastarf í samvinnu við ferðaþjónustu, smáframleiðendur matvæla og handverksfólk til að gestir upplifi garðinn á sem bestan hátt.
Standa fyrir öflugri upplýsingagjöf til ferðamanna og ferðaþjónustufyrirtækja um starfsemi garðsins.
Móta reglur um atvinnustarfsemi innan garðsins.
Koma á fót menntaleiðum fyrir fólk sem vill nýta sér tilvist og sérstöðu garðsins til að skaða sér atvinnu.
Byggja upp þjónustunet sem gagnast einstaklingum og fyrirtækjum í atvinnusköpun.
Gæta þess að þeir fjármunir sem garðurinn fær til ráðstöfunar fari út í atvinnulífið líka.
Búinn sé til staðall um móttöku svo að fólk viti hvað það er að tala um.
Samráð milli þjóðgarðs og atvinnulífs ásamt samvinnu milli rekstraraðila styrkir stoðir.
Gestir geti reitt sig á að rekstraraðilar hafi gæðavottun.
Sjálfbærni. Umhverfisstefna fyrir þjóðgarðinn og atvinnustarfsemi innan hans.
Meginregla að gestum þyki gott og gaman að heimsækja garðinn.
Meginregla við stjórnun garðsins er virkt samráð við atvinnurekendur á jaðarsvæðum.
Þjóðgarðurinn setji sér skýr mörk og skilyrði fyrir atvinnustarfsemi í umhverfis-, öryggis- og gæðamálum.
Lifandi fræðsla.
Veita sem fjölbreyttasta upplifun sem uppfylli skilyrði allra.
Það þarf að afla upplýsinga um upplifun fólks, sem er flókið fyrirbæri. Upplifun og líðan þarf að taka alvarlega.
Móttaka þarf að miða að því að fólki finnist það velkomið – að því líði vel og geti nálgast allar þær upplýsingar sem það þarfnast og sótt sér fræðslu.
Að tryggja sem best öryggi gesta með fræðslu, stýringu umferðar og eftirlit (tilkynningaskyldu á ákveðnum stöðum).
Að heimamenn séu eigendur og framleiðendur ferðaþjónustu.
Að nýta staðbundnar vörur.
Sett viðmið í umhverfis-, öryggis- og gæðamálum sem allir aðilar þurfa að uppfylla.
Öll starfsemi í þjóðgarðinum eða í tengslum við hann miði að því að varðveita og efla gæði, bæði hvað varðar náttúruna (auðlindir garðsins) og skynjun og upplifun þjóðgarðsgesta og alla þá vöru og þjónustu sem þeim stendur til boða, innan og utan þjóðgarðsins.
Virkt samstarf við atvinnulíf þannig að þeir sem reka atvinnustarfsemi þekki og virði verðmæti hans og geti miðlað þeirri þekkingu til annarra, t.d. gesta.
Gæta þess að dreifa umferð gesta til að spilla ekki upplifuninni eða náttúrunni.
Samvinna þjóðgarðs, heimafólks og landsmanna um atvinnulíf.
Gæðastjórnun í atvinnulífi.
Móttaka einkennist af fræðslu, jákvæðu viðhorfi, fagmennsku og skýrum, aðgengilegum merkingum og skiltum.
Mikilvægt er að gestir upplifi sig velkomna, að þeir fái góðan aðgang að upplýsingum og fræðslu og að þeir skynji að þeir séu innan þjóðgarðs að upplifa eitthvað sérstætt, einstakt og áhugavert.
Tryggja góðar upplýsingar þannig að gestir hans geti fundið það sem hann leitar eftir.
Upplifun sé að ekki séu greinileg mörk.
Þjóðgarðurinn sé meðvitaður um stöðu sína gagnvart atvinnulífi svæðisins og sé hluti af því.
Upplifun gesta af svæðinu hefst þegar þeir taka ákvörðun um að heimsækja það - það þarf að taka vel á móti gestum / fólki á öllum stigum heimsóknar og gestir fari með góða upplifun í farteskinu heim.
Samstarf aðila um móttöku - þjóðgarður - samfélag
Skýrar reglur séu um starfsemi einkaaðila innan þjóðgarðsins og gagnvirk tengsl séu við atvinnulíf í nágrenni hans.
Gestir garðsins fái fræðslu um náttúru og umgengnisreglur.
Upplifun hafi rúm fyrir mismunandi væntingar og kynning hafi ekki á sér áróðursblæ.
Atvinnuuppbygging verður að velja leiðir eða útfærslur sem samrýmast eða eru amk. ekki í andstöðu við verndarmarkmið.
Að framkvæmdir innan garðsins stuðli að meiri upplifun gesta en skemmi ekki sérstöðu svæða.
Fjölbreyttir valkostir séu í boði fyrir gesti með ólíkar væntingar um upplifun / afþreyingu.
Gagnkvæm virðing milli atvinnulífs og gesta sem sækja hann heim.
Að þjóðgarður sé aflvaki í atvinnulífi.
Að dreifa "móttökustöðum" og að þeir séu jafnt utan garðs sem innan.
Að jafna dreifingu gesta og aðgang að fræðslu / þjónustu til að forðast það að farið sé yfir þolmörk gests varðandi mannfjölda og álag á náttúru og álag gesta á það samfélag sem hann kemur til.
V.Þ. verði fyrirmynd atvinnulífsins í umhverfismálum og vottun, krafa verði gerð um vottun á allar starfsstöðvar innan garðs.
Móttaka gesta verði fagleg og fróðleg og upplifun jákvæð og fræðandi.
Að þjóðgarðurinn skapi störf allt árið og gefi þar með kost fyrir yngra fólk ( á öllum aldri ) að búa úti á landi.
Öflug gestastofa og fræðsla - stígar og þjónusta allt árið.
Að hægt sé þar með að sækja garðinn heim allt árið, með fræðslu, jafnvel með að færa fræðslu til heimamanna.
Starfsemi þjóðgarðsins ætti ekki að vera í samkeppni við ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu.
Landvörslustörf sem ganga út á náttúrutúlkun og leiðsögn fullorðinna og barna skiptir miklu máli og þarf að styrkja.
Fleiri landverðir á kostnað mikillar yfirbyggingar.
Þjóðgarðurinn verði lyftistöng í atvinnulífi nærliggjandi samfélaga.
Gott samstarf við það atvinnulíf sem er innan þjóðgarðs.
Samráð þeirra aðila sem vilja sinna móttöku.
Gæðastaðlar sem þarf að uppfylla.
Varðveita sérstöðu.
Virðing fyrir fjölbreyttri náttúru og menningu.
Nýta starfskrafta á nærliggjandi svæðum.
Nota afurðir heimamanna.
Að gestir fái lifandi fræðslu, og jákvæða upplifun af þjóðgarðinum.
Að hafa góða aðstöðu fyrir gesti.
Starfsfólk sé vel upplýst og njóti fræðslu / menntunar sem nýtist í starfinu.
Atvinnulíf miðist við grunngildi þjóðgarðsins í sátt við náttúruna.
Atvinnulífið gangi ekki á auðlindirnar þ.e. þjónustu vistkerfa svæðisins.
Gestir finni að þeir séu velkomnir - ýtt undir umgengni sem verndar náttúruna.
Skýr skilaboð um hvar megi fara og af hverju sum svæði hafa takmarkaðan aðgang.
Þekking á náttúrufari og menningu svæðisins er forsenda þeirrar virðingar sem öll starfsemi verður að byggjast á.
Stuðla að góðu samstarfi aðila innan þjóðgarðsins og jaðarsvæða.
Sjá til þess að merkingar séu skýrar þ.a. gestir viti klárlega hvenær þeir eru innan garðsins og utan.
Þjónustulund sé í hávegum höfð.
Snyrtilegt umhverfi sé í hávegum haft.
Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar við hæfi sem flestra t.d. barna, göngugarpa sem vilja frið og ósnortna náttúru, þeirra sem hafa áhuga á menningu o.s.frv.
Sjálfbærni, sjálfbæra þróun.
Að gestum sé alveg ljóst að þeir séu í þjóðgarði og hvaða reglur gildi á svæðinu.
Að þjóðgarðurinn sé fyrir alla, ekki tiltekna hópa umfram aðra.
Að garðurinn ráði til sín heimafólk.
Afurðir og handverk svæðisins fái gæðastimpil þjóðgarðsins.
Móttaka og upplifun gesta tengist bæði sögu og náttúru.
Tryggja að þjónusta og afurðir sem boðið er upp á innan þjóðgarðsins sé komið frá svæðum, nærliggjandi byggð.
Náin samvinna við atvinnulíf, þannig að allir aðilar séu sáttir.
Hlýlegar móttökur bæði hjá starfsmönnum svo og orðalag á skiltum.
Vel menntaðir landverðir.
Atvinnuuppbygging í þjóðgarði taki mið af þeirri stefnu sem mótuð hefur verið fyrir garðinn.
Þjónustuaðilar uppfylli gæðastaðla.
Gott aðgengi fyrir gesti - fjölbreytt fræðsla.
Að heimsókn í þjóðgarð skilji eftir góða tilfinningu í huga gestanna og löngun til að vilja koma aftur seinna.
Markmið um fjölda starfa í ferðaþjónustu og þeim greinum er tengjast þjóðgarðinum.
Samræmd stefnumótun m / heimamönnum.
Gæði í upplýsingagjöf.
Aukið öryggi gesta.
Frumkvæði að vöruþróun m / heimamönnum.
Garðurinn skapar aðeins ákveðið mörg störf en getur haft mikil margföldunaráhrif.
Skýra sýn af hálfu garðsins á hvað er í boði að tengja garðinum og nafni hans og hvað ekki - forsendur.
Gegnsæ vinnubrögð þannig að aldrei myndist skil á milli garðs og samfélags.
Efla atvinnulíf sem fyrir er; gagnkvæm virðing fyrir mismunandi hagsmunum.
Gera kröfur til ferðaþjónustuaðila.
Tryggja gott upplýsingaflæði.
Gestastofur leggi áherslu á fjölbreytni þjóðgarðs og höfði til sem flestra.
Lifandi sýningar.
Samstarf við heimamenn.
Heimamenn taki að sér landvörslu + fræðslu um svæði sem þeri þekkja manna best.
Móttaka gesta helst ekki í stórum þjónustumiðstöðvum í kaupstöðum langt frá þjóðgarðinum en frekar í litlum upplýsingamiðstöðvum við aðgangsvegi að þjóðgarðinum reknar af heimamönnum.
Móta ný atvinnutækifæri í tengslum við þjóðgarðinn.
Fjölbreytt fræðsluefni, nota aðallega miðla, skilti, bæklinga, margmiðlunardiska, netið, lófatölvur.
Uppbygging í atvinnusköpun og ferðamennsku.
Byggja fleiri gestastofur og móttökur.
Merkingar svæða til upplýsinga gjafa.
Gera þjóðgarðinn að ógleymanlegri upplifun fyrir gesti með góðu viðmóti og fræðslu ásamt góðum merkingum, bættri aðstöðu.
Móttaka ferðamanna innan þjóðgarðsins verði tengd atvinnulífi innan hans en ekki síður utan hans, garðurinn er það stór ( 14% af landinu ) en gæti tengst atvinnulífi 1/2 landsins, hlífir viðkvæmum svæðum innan þjóðgarðsins.