Hvaða helstu aðgerðir og verkefni þarf þjóðgarðurinn að ráðast í á næstu árum til þess að efla atvinnulíf sem tengist garðinum?
Draga fram sérstöðu svæðanna
Stuðla að (hlúa að) sjálfbærni í atvinnuuppbyggingu, hlúa að landbúnaði og matvælaframleiðslu, menningartengdri ferðaþjónustu, fræðslu og rannsóknum.
Að hafa gestastofur og þjónusta séu innan þjóðgarðs.
Að opið sé allt árið um kring, öðruvísi byggjum við ekki upp heilsársferðaþjónustu.
Bæta aðgengi og bæta áningastaði, salerni, v/ þjóðveg 1.
Merkja aðgengi á jökulinn og í þjóðgarðinum.
Efla öryggismál, varúðarmerkingar og kynna afþreyingarfyrirtæki og fagleiðsögn.
Kortleggja svæðin með þolmörk hvers svæðis í huga og með tilliti til hverskonar starfsemi hentar á hverjum stað.
Dýrar gestastofur (mínus) - byggja upp innviði.
Brúa ár og fljót, byggja upp og merkja gönguleiðir. Einnig byggja upp fjallakofa þar sem göngufólk getur gengið á milli fjallaskála með dagpoka, gist, borðað og nestað sig fyrir næsta dag.
Ísalp - ársrit - leiðarvísar - kortleggja gönguleiðir.
Tryggja ákveðna grunnþjónustu, klósett - matur - gisting - starfsmannaaðstaða.
Ýta undir afþreyingu, fræðslu. Stefna á að þjónusta sé í boði allt árið. T.d. opnunartímar!
Tryggja ákveðinn gæðastaðal á þeim sem bjóða þjónustu. Það á að vera gæðastimpill að fá að vinna innan þjóðgarðsins - gæðamál, umhverfismál, öryggismál.
Regluleg Grímsvatna gos og hófleg Skeiðarárhlaup.
Tryggja að strax fari af stað öflugt samráð allra hugsanlegra hagsmunaaðila.
Hafa gæðastýringu - staðla sem samkomulag er um að þurfi að uppfylla.
Dreifa því fjármagni sem ætlað er til uppbyggingar í þjóðgarðinum til þeirra aðila sem eru starfandi í stað þess að binda það við uppbyggingu rándýrra gestastofa.
Gjaldtaka renni til uppbyggingar á ferðaþjónustu.
Byggja upp fleiri en smærri móttöku og fræðslustaði í samvinnu við heimamenn.
Tryggja sýnileika þjóðgarðsins og upplýsingagjöf með góðum samræmdum merkingum / skiltum.
Byggja upp innviði þjóðgarðsins og sýnileika.
Byggja upp kynningartól.
Móta skýra stefnu VJÞ um það hvað er sjálfbær atvinnustarfsemi / hvernig velja beri samstarfsaðila.
Taka virkan þátt í stefnumótun á sviði atvinnusköpunar og byggðaþróunar - tryggja viðvarandi samræðu um tækifæri í tengslum við VJÞ.
Treysta heildarhugsun og heildarkynningu á þjóðgarðinum allt í kringum jökul á meðan sérstaða / séreinkenni svæða eru líka dregin fram.
Viðurkennt vottunarkerfi (gæða og umhverfisvottun) fyrir þjóðgarð og samstarfsaðila hans.
Gæta þess að atvinnu- og byggðaþróun gangi ekki gegn hagsmunum náttúrunnar.
Tryggja grunnstoðir VJÞ svo að aðrir geti stoltir notað sér hann.
Gæðavottun VJÞ á starfsemi innan hans - ferðaþjón. - þjóðgarðslandið.
VJÞ stuðli að: heilsársstörf - störf með hátt menntunarstig - rannsóknarstörf - fræð.tengd. ferðaþjónusta
Í stað þess eingöngu að auka atvinnulíf innan þjóðgarðsins þá að útfæra mörk hans svo hann inniberi fleiri .... bændur...
GRUNNGERÐ ( bryggja )
Þjónustunet sem þarf að byggja upp - fjallaskálar + göngubrýr ( fjöll ) - merkingar - fræðsluefni og aðgengi að því - sýningar ( í byggð ) - slóðar, vegir, brýr, ( leið frá byggð í fjall ).
Hagnýta rannsóknir.
Áhættumat og björgunarskipulag svo gestir upplifi öryggi.
Fjölga landvörðum.
Öflugt gæðastarf á svæðinu í samvinnu við alla hagsmunaaðila.
HUGMYNDIR Í FRAMKVÆMD:
Sérfræðiþekking á móttöku gesta, sérstaða garðsins, leiðsögn, fjallamennsku (rötun og björgun).
Sérþekking starfsmanna (náttúra, markaðsmál og atvinna).
Kortleggja væntingar og óskir ferðamanna.
MARKAÐSSETNING:
Nýta þekkta segla innan garðsins - Jökulsárlón - Mývatn - Jökulsárgljúfur - Öræfin.
Leiðir: Flugfélög - ferðaskrifstofur - internetið - PR.
Notkun logos verði gæðastaðall.
Framtíðar markaðssetning í höndum samstarfsaðila.
FRÆÐSLA OG MENNTUN
Auka færni þeirra sem hafa áhuga á að nýta sér styrkleika garðsins í að gera það.