Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi atvinnuuppbyggingu:
Sjálfbær ferðaþjónusta hafi þróast í sátt við umhverfi og samfélag.
Setja þarf skýran ramma um atvinnustarfsemi og forsendur hennar, t.d. umhverfisvottun.
Þjóðgarðurinn sé ómissandi vinnustaður í hverju samfélagi með fjölda starfa og afleiddum áhrifum.
Þjóðgarðurinn hafi sérstakt gæða- eða umhverfismerki fyrir afurðir.
Leikreglur séu skýrar á báða bóga í samskiptum við atvinnulíf.
Þjóðgarðurinn styðjist við skýra staðla um sjálfbærni hjá fyrirtækjum.
Fræðsla og þekking er grunnur atvinnuuppbyggingar.
Þjógðarðurinn skapi tækifæri og áskoranir fyrir ungt fólk til að mennta sig og auka færni til starfa í þjóðgarinum og í tengdum störfum á fjölmörgum sviðum.
Þjóðgarðurinn bjóði upp á samræmdar merkingar á framleiðslu innan garðsins og á jaðri hans sem vottar að hún sé sjálfbær.
Heilsársstörf í dreifbýlinu.
Styrkjakerfi landbúnaðarins sé aðlagað búskap innan þjóðgarðs.
Trygg undirstaða fyrir atvinnulíf heimamanna.
Ferðaþjónustuaðilar innan garðsins uppfylli ákveðna gæðavottun.
Gæðavottun verði viðhöfð.