Leiðarljós Vatnajökulsþjóðgarðs samanstendur af þeim meginreglum sem hafa þarf í huga við stjórnun þjóðgarðsins og ekki má hvika frá. Ef vel tekst til geta slíkar meginreglur verið leiðarljós þegar upp koma nýjar og krefjandi aðstæður eða vandasöm viðfangsefni sem ekki eru fordæmi fyrir.
Allir þátttakendur voru beðnir um að svara spurningunum hér til hægri. Atriðin sem nefnd voru má sjá á undirsíðunum. Þau eru e.t.v. ekki öll bein svör við spurningunum en nýtast engu síður sem vitnisburður um afstöðu þátttakenda.
Viðfangsefni:
Hvaða meginreglur ber að hafa í heiðri við stjórnun þjóðgarðsins varðandi tengsl við atvinnulíf, móttöku og upplifun gesta? (sjá svör)
Hvaða meginreglur ber að hafa í heiðri við stjórnun þjóðgarðsins varðandi umgengni við náttúruna? (sjá svör)
Hvaða meginreglur ber að hafa í heiðri við stjórnun þjóðgarðsins varðandi fræðslu og rannsóknir? (sjá svör)
Hvaða meginreglur ber að hafa í heiðri við stjórnun þjóðgarðsins varðandi samfélag, menningu og minjar? (sjá svör)