Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi rannsóknir:
Auknar grunnrannsóknir hafi leitt til aukinnar þekkingar á þolmörkum svæða og langtímaáætlanir og skipulag byggist á þeim.
Til verði öflugur gagnagrunnur fyrir rannsóknir.
Þolmörk landsins verði þekkt.
Móta þarf rannsóknastefnu.
Rannsóknir séu aðgengilegar og sýnilegar.
Þjóðgarðurinn sé nýttur sem lifandi skólastofa fyrir fjölbreytta hópa frá skólabörnum til vísindamanna.
Eitt af hlutverkum þjóðgarðsins er að vera miðstöð fræðslu og rannsókna um náttúrufar og umhverfismál, ekki síst loftslagsbreytingar.
Þjóðgarðurinn stendur fyrir vöktun sem veitir upplýsingar um breytingar á náttúrufari ásamt efldri jarðferðamennsku.
Þjóðgarðurinn verði eftirsóttur staður til rannsókn á sögu, náttúrufari og umhverfisbreytingum.
Rannsóknir og vöktun eru mjög mikilvægar og snúist um breytingar á jöklum, veðurfari, lífríki, eldvirkni og menningu.
Niðurstöður séu strax aðgengilegar gestum.
Góð vöktun þolmarka m.t.t. sjálfbærni.
Fyllt upp í gloppur um rannsóknir á náttúrufari.
Vísindamenn komi og vinni á svæðinu um lengri eða skemmri tíma.
Fólk sem elst upp á svæðinu skili sér aftur að loknu námi og hafi tækifæri á heimaslóð.
Þjóðgarðurinn sé í fararbroddi í náttúruvísindum og þjóðgarðafræðum með því að draga til sín vísindamenn með það að leiðarljósi að nýta niðurstöður rannsókna til miðlunar og stefnumótunar.
Mikilvægt að til verði öflugur gagnagrunnur um rannsóknir og upplýsingar þjóðgarðsins með góðu aðgengi. Hugsanlega hægt að selja áskrift.
Sterk tenging við háskólasamfélagið er mikilvæg.
Alþjóðlegt fræðasetur um sérstöðu garðsins.
Styrkja tengsl garðs og fræðasamfélags.
Forysta í rannsóknum í jarðeðlisfræði og jöklafræði í N-Evrópu.