Hvaða meginreglur ber að hafa í heiðri við stjórnun þjóðgarðsins varðandi umgengni við náttúruna?
Náttúran er undirstaða þjóðgarðsins, því verður að leyfa henni að njóta alls vafa og ávallt setja hana í öndvegi.
Virðing
Heiðarleiki
Sjálfbærni
Gott skipulag.
Umburðarlyndi
Umgengnin taki mið af sjálfbærni og þolmörkum, þannig að náttúran þróist sem mest eftir eigin lögmálum, skipulag þjóðgarðsins taki mið af þessu markmiði.
Takmarka umferð á völdum svæðum vegna aðstæðna.
Reglur eru skýrar.
Framkvæmdir séu afturkræfar.
Upplýstar ákvarðanir.
Náttúra þróist eftir eigin lögmálum.
Sjálfbærni
Að almenn náttúruverndarlög séu virt.
Að umferð manna skilji ekki eftir ummerki.
Náttúran njóti vafans.
Ólík svæði þarfnast mismunandi verndunar.
Að láta náttúruna þróast skv. eigin lögmálum.
Að láta náttúruna njóta vafa.
Að ganga ekki á höfuðstól náttúrugæða.
Sýnilegar reglur sem hafa stöðugleika, þ.e.a.s. gildi fyrir alla jafnt.
Skýrar reglur.
Varlega farið í breytingar.
Skipulega staðið að kynningu.
Virðing
Virðingu
Framtíðarsýn
Hófsemi
Lipurð - þjónustulund.
Tillitssemi
Náttúran á ætíð að njóta vafans.
Fylgja verndaráætlun sem er lifandi plagg.
Tryggja upplýsingar / fræðslu og því komið á framfæri.
Forðast óafturkræfar breytingar á náttúrunni.
Skilgreind þolmörk virt.
Nýting verði í öllum tilvikum sjálfbær.
Í vafa njóti náttúran hans.
Varðveita náttúruna.
Veita tækifæri til fræðslu.
Veita tækifæri til upplifunar.
Umgengni spilli ekki náttúrunni.
Stýring umferðar verði skýr.
Að náttúran er til að njóta, ekki síður en að vernda.
Byggja upp aðstöðu til að tryggja þetta en ekki byggja á boðum og bönnum.
Ef það þarf miklar leiðbeiningar, boð og bönn þá vantar upp á hönnun, þjónustu eða aðstöðu.
Skila náttúrunni betri til komandi kynslóða þrátt fyrir eðlilega nýtingu.
Ferðamennska og útivist auk landbúnaðar og annara nytja.
Sjálfbær þróun.
Jafnvægi í nýtingu og vernd.
Byggja á þolmarka rannsóknum.
Skipuleggja útivist þannig að allt fari saman, náttúruupplifun, ánægja ferðamanns og vernd náttúru.
Meginreglan þarf að vera jafnvægi, þ.e. að gott aðgengi sé tryggt án þess að ganga of mikið á náttúruna.
Passa að öfgar verði ekki í hvora átt sem er.
Að náttúran fái ekki að njóta vafans, inngrip verði leyft þegar vernda þarf meiri hagsmuni fyrir minni.
Náttúran njóti ávallt vafans.
Náttúran njóti vafans.
Þekkja og virða þolmörk svæða - vantar rannsóknir!
Framkvæmdir í samræmi við umhverfisstefnur og staðla.
Rekstur í samræmi við umhverfisstefnur og staðla.
Jafnvægi haldið í náttúrunni.
Skipuleggja umferð fólks eftir aðstæðum.
Skýrar reglur.
Varúðarreglan - láta náttúruna ætíð njóta vafans.
Gæta þess að upplifun fólks verði ekki spillt með óskipulegri umferð.
Kyrrð og friður verði ríkjandi.
Láta náttúruna hafa sinn framgang.
Varast að stefna fólki í stórum stíl á einn stað.
Verndaraðgerðir þar sem fólk safnast saman.
Góðar merkingar; hvar og hvar ekki má fara um.
Góðir stígar - vegir.
Náttúran sé alltaf í fyrsta sæti og að hún þurfi ekki að bíða tjón af ágangi manna.
Tryggja gott skipulag og skynsamlega ákvörðunartöku með hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi.
Tryggja að komandi kynslóðir fái notið náttúru þjóðgarðsins.
Skilgreina viðkvæm svæði þar sem náttúran á að njóta vafans.
Leiðir um þjóðgarðinn verði fastmótaðar og ekki vikið frá þeim.
Alfriða þarf svæði sem eru mjög viðkvæm ( vistfræði ).
Meginmálið er að allir fari eftir þeim umgengnisreglum sem kunna að verða settar, mikilvægt er að engir þurfi að velkjast í vafa um hverjar þær eru þegar komið er á viðkomandi svæði.
Að ganga ekki á gæði landsins / vistkerfa.
Sjálfbær nýting.
Tryggja stýringu á umferð gesta með það að leiðarljósi að náttúran / umhverfið verði ekki fyrir skaða.
Sýnilegar reglur og góð stýring ferðamanna.
Gott samráð við eigendur.
Góðar merkingar.
Að gætt sé vel að hlúa að lífríki, náttúru og umhverfi fyrir ágengni ferðamanna.
Að gerðar séu fyrirbyggjandi aðgerðir til að ekki sé gengið á "höfuðstól" náttúrunnar.
Virðingu - höfða til samvisku fremur en að vera með boð og bönn.
Náttúran fái ávallt að njóta vafans - varúðarreglan.
Fræðsla, fræðsla, fræðsla!
Skipulagning svæða, hafa þolmörk á hreinu.
Hafa svæði sem eru opnari og aðgengilegri en önnur.
Huga vel að losun úrgangsefna - sameiginleg sýn á öllu svæðinu.
Bílar, menn og dýr í sátt - takmarka vélknúin farartæki á ákv. svæðum.
Göngustígar stikaðir í sátt við umhverfið ( og líka merkingar ) vottað og umhverfisvænt.
Að hin einstaka náttúra þjóðgarðsins sé óskert - framkvæmdum sé hagað þannig að þær skaði ekki náttúru svæðisins og séu ef þörf krefur afturkræfar.
Stjórn á umferð, flokkun leiða samræmd, meginregla um umgengni á öllu svæðinu.
Náttúran fái að þróast eftir eigin lögmálum, er í samræmi við markmið náttúruverndarlaga.
Inngripum mannsins haldið í lágmarki.
Framandi tegundir séu ekki innan garðsins þær sem nú eru verði upprættar.
Reglur um umgengni og mannvirkjagerð grundvallist á sérkennum svæðisins og verndunarmarkmiðum.
Stór lítt snortin svæði verði friðlýst sem víðerni.
Að skipuleggja svæði þar sem álagið getur dreifst.
Fræðsla um náttúruvernd og efling nátturuvitundar.
Takmarka umferð vélknúinna farartækja þannig að ferðamaður njóti "ómengaðra" tengsla við náttúru.
Virðing
Umhyggja
Náttúran njóti vafans.
Fyrirbyggjandi aðgerðir.
Virðing - vernd / nýting - fræðsla.
Að aðgengi verði gott, því verði stýrt og þolmörk hvers svæðis séu virt.
Almenningi gerðar reglur skýrar.
Sjálfbærni í stjórnun, atvinnuháttum, kortleggja svæði með tilliti til þolmarka hvers svæðis, miða atvinnusköpun og nýtingu samkvæmt því.
Mikilvægt að þjóðgarðurinn hafi ákveðna umhverfisstefnu að leiðarljósi og hún sé opinber og aðgengileg gestum og íbúum þjóðgarðsins og jaðarsvæðanna.
Stýra aðgengi eftir svæðum.
Samræmdar reglur um umferð ökutækja.
Virkt eftirlit.
Sjálfbærni - að ganga ekki á náttúruna.
Eðlileg framvinda náttúrunnar / vistkerfa jökla.
Friða algerlega viðkvæmustu svæðin.
Takmarka aðgengi / notkun vélknúinna ökutækja á ákveðnum svæðum.
Gott og afmarkað aðgengi.
Lifandi fræðsla.
Sjálfbærni
Umgengni við náttúruna sé ætíð með þeim hætti að hún beri ekki skaða af.
Ummerki mannsins séu í lágmarki en þó geti almenningur notið náttúrunnar.
Engar óafturkræfar framkvæmdir.
Virða náttúrulega þróun - hún fái að þróast á eigin forsendum.
Skipulag taki mið af náttúru hvers staðar og virði hana.
Rannsóknir / þekking móti framkvæmdir, umgengni - fræðsla.
Nota til að njóta.
Stjórnun verði byggð á fræðslu en þó skipulagi sem grípur til laga og reglna þegar þörf er á ( t.d. er varðar spjöll ).
Þjóðgarðurinn verði griðastaður náttúrulegra ferla, þar sem sköpun ( og eftir atvikum, eyðilegging ) af náttúrunnar völdum fær að þrífast án íhlutunar mannsins.
Þekking á hegðun náttúrunnar og fræðsla starfsmanna og heimamanna verður öflugasta stjórntækið, reglur, boð og bönn koma aftar í forgangsröðinni.
Góð stjórnun byggir á góðri þekkingu á náttúrunni, góðu skipulagi í sátt við umhverfið og fræðslu til allra, gesta, íbúa og annarra um bestu umgengni.
Fræðsla verði virkt stjórntæki verndunar.
Sjálfbærni, sjálfbær þróun.
Siðferðisreglur að miða við að náttúran ( lífverur, steinaríkið ofl. ) hafi gildi í sjálfu sér sem er óháð mati hvers og eins gests eða mati / afstöðu manna.
Að náttúran hafi sinn gang sem er ekki endilega háð manninum.
Raska ekki náttúrulegu jafnvægi.
Láta náttúruna njóta vafans.
Verndaráætlunin sé lifandi plagg í stöðugri endurskoðun.
Náttúran njóti vafans.
Það sé ekki gengið á náttúruna, þ.e. auðlindir hennar.
Sjálfbærni
Koma í veg fyrir dreifingu ágengra tegunda þ.e. forvörn frekar en viðgerð á náttúru.
Þekkja þolmörk náttúrunnar og virða þau.
Náttúran njóti vafans.
Sýnum virðingu og skilning.
Nýtum og njótum.
Sátt
Náttúran njóti vafans.
Manngert umhverfi valdi sem minnstu raski og falli vel að umhverfi.
Byggja upp litla þjónustukjarna á viðeigandi stöðum t.d. salerni - sorplosun - tjaldsvæði.
Vel skilgreindar siða og umhverfisreglur bæði til ferðamanna og hagsmuna aðila.
Að verndun náttúrunnar er ákveðin tegund nýtingar hennar og viðhalda eigi samspili milli verndunar og annarrar nýtingar sem samræmist markmiðum og verndaráætlun garðsins.
Að sköpuð verði sátt um mismunandi verndarstig náttúru garðsins og allar framkvæmdir miðist við forsendur sjálfbærni.
Reglur um notkun fjórhjóla.
Reglur um notkun fjallahjóla á göngustígum.
Reglur um sorpmál.
Reglur um veiði, berja og sveppatínslu.
Nýta upplýsingar um þolmörk svæða við skipulagningu göngustíga / byggingu mannvirkja.
Að virða náttúruna og gæta þess að raska ekki umhverfinu á þess að fyrir liggi nákvæmar rannsóknir.
Að fræða alla með jákvæðum hætti til að ganga vel um umhverfið en ekki með eilífum bönnum.
Náttúran nýtur vafans.
Sjálfbærni ávallt höfð að leiðarljósi við allar ákvaðanatökur og framkvæmdir.
Lögð áhersla á fræðslu um náttúruna til forvarna.
Virðing fyrir náttúru.
Fræðsla fólks um náttúru leiðir af sér virðingu fyrir náttúru = betri umgengni.
Kunna skil á þolmörkum náttúrunnar gagnvart ágengni mannsins.
Láta náttúruna njóta vafans.
Kunna skil á náttúru / náttúrulegum ferlum, afla sér þekkingar áður en af stað er farið með framkvæmdir.
Að uppbygging og starfsemi byggi á sjálfbærri þróun.
Gott aðgengi.
Dreifð uppbygging.
Hafa reglur og réttindi á hreinu - varðandi göngufólk - jeppaferðir - snjósleða.
Gott samstarf við landeigendur.
Skrásetja allar plöntur - fugla - fiðrildi - flugur - gefa réttar upplýsingar - hvað er til í flórunni.
Reglur byggi á þéttum rannsóknargrunni og á fjölbreyttum fræðisviðum.
Verndunarmarkmið og sérkenni svæða sett í öndvegi, skýrar leiðir og aðferðir skilgreindar.
Forsendur friðunar í öndvegi í öllum athöfnum.
Proaktivt starf, ekki reaktivt.
Merkingar, upplýsingagjöf.
Mikilvægt er að reglur séu samrýmdar.
Samráð atvinnulífs og opinberra aðila.
Merkingar samrýmdar.
Vöktun svæðisins með upplýsingar um náttúruna.
Að lágmarka náttúruspjöll eins og hægt er.
Að uppbygging aðstöðu sé í takt við umhverfið ( t.d. útlit og stærð mannvirkja )
Að jafnvægi haldist milli verndun náttúrunnar og hámörkun aðgengis að henni.
Að trufla sem minnst dýra- og plöntulíf innan garðsins.
Að upplýsingagjöf og fræðsla miði að því að virða náttúruna og hámarka ánægju fólks af henni.
Sjálfbærni - að ekki sé gengið á gæði náttúrunnar.
Halda í grunngildi, t.d. kyrrð og ró - mismunandi eftir svæðum.
Halda mannlegum áhrifum í lágmarki.
Að átta sig á því á hverju aðdráttarafl þjóðgarðsins byggist - hvað er fólk að sækja? - hvað á það að fá út úr því ? - hvernig gerist það ? afla þekkingar á því.
Vernda náttúruna gegn ágangi, stýra nýtingu þannig að massanum sé beint að uppbyggðum svæðum en villt svæði haldið villt - umferð stýrð eftir ferðamáta.
Kenna fólki að sjá náttúruna og virða hana.
Sjálfbærni, leiðarljós í uppbyggingu.
Leave no trace principles varðandi ferðaþjónustu í óbyggðum.
Njóta forsenda nýtingar.