Það skortir grunnrannsóknir í þjóðgarðinum öllum s.s. á lífríki s.s. gróðurfari, dýralífi, fuglum, smádýrum, jarðfræði s.s. berggrunni, jarðgrunni, eldvirkni, jöklum og vatnafari, fornleifum, sögu, menningu, landslagi og svo mætti lengi telja.
Einnig skortir rannsóknir á þolmörkum.
Náttúrunnar
Samfélagsins
Ferðamannsins
Rannsaka þarf betur samspil íss og elds.
Vöktun svæða er mjög mikilvæg.
Sérstaklega mikilvægt að vakta suðursvæði Vatnajökuls með tilliti til loftslagsbreytinga. Hlýnun jarðar mun valda hröðustu umhverfisbreytingum á næstu árum, síðustu 10 þúsund ár. Þetta er dýnamísk náttúrua. Gera má ráð fyrir miklum breytingum á lífríki, jöklinum og samfélaginu öllu, þegar farvegir munu breytast og jökullinn hopar. Breytinga má vænta m.a. á ánum, jökulsporðar munu flytjast til og árnar falla aðallega um Breiðamerkursand. Landslag og strandlína mun breytast mikið.
Vakta þarf aðfluttar ágengar tegundir.
Hvernig: Vöktun er samstarf þjóðgarðsins og rannsóknarstofnana.
Nauðsynlegt að sinna þessu.
Það verða allt aðrar gönguleiðir á þessu svæði eftir 200 ár.
Smelltu á kortið til að sjá mynd í hárri upplausn.