Hvaða helstu aðgerðir og verkefni þarf þjóðgarðurinn að ráðast í á næstu árum til þess að viðhalda þeim sérstöku gæðum sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða og styrkja þau ?
Ljúka stjórnunaráætlun / verndaráætlun og móta umhverfisstefnu garðsins.
Hverjir mega vera á ferðinni hvar og hvernig ? Þ.e. hvar mega vélknúin farartæki vera, merkja vegi og slóða sem má aka. Bæta merkingar. Hvetja samtök til að móta sér siðareglur um umgengni.
Þjóðgarðsverðir fái lögregluvald innan þjóðgarðs í afmörkuðum málum.
Merkja leiðir og slóða með erfiðleikastigi.
Skilgreina þolmörk svæða bæði með t.t. náttúru og samfélags.
Móta reglur um uppbyggingu og þjónustu við ferðafólk og rekstur þjónustunnar, t.d. salerni / kamra.
Móta stefnu um inngrip í náttúrulega þróun gróðurs. Uppræta á framandi ágengar tegundir innan þjóðgarðsins.
Skilgreina gæði upplifunar fyrir hvert svæði og móta stefnu um inngrip, framkvæmdir, gestafjölda í samræmi við það.
Bæta heimasíðu.
Hver eru hin sérstöku gæði VJÞ - sem finnast hvergi nema þar? Þurfum að ná miklu betur utan um gæðin, garðurinn svo stór og fjölbreyttur.
Fyrsta skref að byggja upp víðtækan, þverfaglegan gagnagrunn um öll gæði þjóðgarðsins - náttúrufarsleg, samfélagsleg, menningarsöguleg, listræn, etc.
Hið sérstaka gildi þjóðgarðsins felst e.t.v. í fjölþættu samspili gæða af ólíkum toga, t.a.m. hinar miklu andstæður hans - átök elds og ísa, hafs, lands og himins, ólíkra forma og lita. Einnig samlíf - "baráttu" - manns og náttúru gegnum tíðina.
Forgangsraða rannsóknum til að stoppa upp í þekkingargöt.
Til að viðhalda sérstökum gæðum þarf fólk - ekki síst ferðamenn - að vita hver þau eru - búa til heildarumgjörð um kynningu á þjóðgarðinum og miðlun upplýsinga um hann. Námsefni á öllum skólastigum.
Sérstaklega mikilvægt að leita leiða til að auka þekkingu og skilning íbúa - á öllum aldri - á gæðum þjóðgarðsins. Fólk orðið "of vant" þessum hlutum, skynjar ekki hversu merkileg þau eru. M.ö.o. þessi þekking þarf að vera almenn í nærsamfélag garðsins. (Auka þarf almenna grunnþekkingu heimamanna á þjóðgarðinum og gæðum hans).
Viðhalda þarf sérstöðu hvers svæðis og byggja á henni, þjónusta (þ.m.t. gestamiðstöðvar eða -stofur) endurspegli sérstöðu og styrki hana.
Fjölbreytileg náttúra, líffræði/jarðfr. fjölbreytni, miklar andstæður og víðerni.
Menningaminjar, vernda og skrá. Gera aðgengilegar.
Dýralíf.
Mikilvægt að búa til góðan gagnagrunn.
Að verndaráætlun sé unnin í samráði við hagsmunaaðila (og byggð á gagnagrunni).
Efla upplýsingar um aðgengi í garðinum og hafa góða fræðslu (góða heimasíðu!)
Viðhalda þekkingu sem er til staðar.
Viðhalda (og merkja) þarf slóðum og gönguleiðum þannig að ekki sé ekið utan vegar.
Allar merkingar séu samræmdar og skýrar (þannig að ekki fari á milli mála að menn séu í þjóðgarði).
Sérstök náttúra - jarðfræði, lífríki, landslag.
Lítt snortin náttúra.
Menning / menningarminjar - ýmsir búskaparhættir.
Tækifæri til að hrífast og upplifa - fá innblástur.
Ferlar fái að hafa sinn gang. T.d. til samanburðar við nýtt svæði og mótuð.
Rannsaka og skrá gæðin - úttekt - lifandi rannsóknar starf.
Lifandi verndaráætlun sem tryggir viðhald gæðanna.
Merkja leiðir - skrá lífshætti, verklag.
Gæta þess að fróðleikur fari ekki í gröfina með fólki.
Rannsóknir - miðlun - -fræðsla - þekking - virðing
Rannsóknir á forsendum þjóðgarðs og náttúruverndar - ekki orkugeira, né einstakra háskóla eða vísindamanna.
Móta stefnu varðandi uppbyggingu innan þjóðgarðsins þar sem tekið er á því hvar eigi að byggja upp, hverjir geri það og með hvaða skilyrðum.
Mikilvægt er að gæta varúðar varðandi nýja uppbyggingu innan þjóðgarðsins.
Taka þarf tillit til mismunandi og ólíkra ferðahópa (þjónustusinnaðra / náttúrusinnaðra).
Verndaráætlun.
Draga fram sérstöðu og sérkenni svæða og varða veginn um hvernig þeim er viðhaldið, hvað varðar náttúru og menningu.