Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi ásýnd lands:
Ásýnd þjóðgarðslandsins fái að þróast með sjálfbærum hætti innan ramma langtímaskipulags
Náttúran fái að þróast eftir eigin lögmálum án hindrunar.
Skemmdir af manna völdum verði bættar.
Hefta útbreiðslu ágengra tegunda, s.s. lúpínu.
Virða ber náttúruleg ferli og hafa inngrip í landeyðingu innan skynsamlegra marka.
Skipulag sé grundvallað á verndarsjónarmiðum en taki mið af þörfum ferðamanna og væntingum. Raski sé haldið í lágmarki.
Uppbygging verði á undan fjölgun gesta.