Undir þessum dagskrárlið var voru ræddar helstu aðgerðir og verkefni sem þjóðgarðurinn þarf að ráðast í á næstu árum til að gera sýnina að veruleika.
Þátttakendahópnum var skipt í þrennt þar sem einn hópur fjallaði um starfshætti og innra skipulag hinir tveir fjölluðu um aðgerðir og verkefni, annars vegar til að viðhalda sérstökum gæðum og hins vegar varðandi eflingu atvinnulífs.
Samræðan fór fram við fjögurra manna borð þar sem menn vörpuðu fram og rökræddu ólík sjónarmið. Beðið var um sameiginleg svör frá hverju borði.
Viðfangsefni:
Hvaða helstu aðgerðir og verkefni þarf þjóðgarðurinn að ráðast í á næstu árum til þess að viðhalda þeim sérstöku gæðum sem þjóðgarðurinn hefur upp á að bjóða og styrkja þau ? (sjá svör)
Hvaða helstu aðgerðir og verkefni þarf þjóðgarðurinn að ráðast í á næstu árum til þess að efla atvinnulíf sem tengist garðinum? (sjá svör)