Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi fræðslu og þekkingu:
Fræðsla nái til barna á öllum skólastigum.
Fræðsla sé aðalsmerki þjóðgarðsins og nái til starfsfólks, heimamanna, ferðamanna, skólabarna.
Fræðsluferðamennska.
Byggður verði upp miðlægur gagnagrunnur með margbreytilegum upplýsingum víða að.
Ferðamenn, heimamenn og starfsfólk njóti virkrar fræðslu.
Þekking heimamanna sé nýtt, s.s. menningarsaga ofl.
Fræðsla sem byggir á þekkingu fræðimanna og heimamanna sé gert hátt undir höfði en ekki í fjársvelti.
Íbúar skipi stórt hlutverk í fræðslu.
Miðstöð fræðslu, vísinda og sögu.
Fræðsla nái til sem flestra hópa samfélagsins, hérlendis og erlendis, bæði fræðimanna og almennings.
Fræðsla, saga, lífríki, upplýsingamiðlun í skólum.
Upplýsingamiðlun gegnum síma og net með tengingu við vöktun á náttúrufari.
Fræðsla um fornleifar.
Fræðsla fari fram í gestastofum, á fræðslustígum og á vefnum, í samvinnu við skóla.
Frætt um menningu og sambýli við jökla með áherslu á kvika náttúru.
Allt skólastarf leggi áherslu á náttúrufræðslu með sérhæfingu og forskoti sem tengist lifandi náttúru.
Færni til að miðla þekkingu leiði til þess að hún dreifist og tengist út í samfélagið.
Fræðsla á sviði náttúru og menningar nái til allra aldurshópa.
Lögð áhersla á rafrænt fræðsluefni og fræðslustarf innan þjóðgarðsins.
Leggja ber áherslu á gildi fræðslu og menntunar.
Ungt, menntað fólk fái tækifæri til að setjast að á svæðunum.
Efla tengingu þjóðgarðsins við öll skólastig.
Nýta kraftinn sem náttúran gefur til sköpunar og fræðslu.
Alþjóðlegt nám á háskólastigi sem byggir á samspili loftslagsbreytinga, jökla og landmótunar.
Tenging við öll skólastig, td. með skólaheimsóknum í garðinn.
Notuð sé miðlunartækni hvers tíma.
Miðla fróðleik um hvernig menn þrauka af í miklum tengslum við náttúruöfl.
Merkja fornar göngu- og smalaleiðir.
Viðburðir sem tengjast sérstöðu garðsins.
Stærsta bókasafn um jökla og eldvirkni.
Fræðsla og rannsóknir aðgengilegar og skiljanlegar fyrir alla. Gagnvirkt og hluti af innviðum.