Eftirtalin atriði voru nefnd sem óskaárangur af starfi þjóðgarðsins, varðandi viðhald vistkerfa:
Vistkerfi og landmótun fái að þróast sjálfbært og landnýting taki mið af þolmörkum
Neikvæð áhrif mannsins verði lágmörkuð.
Lykilvistkerfi verði endurheimt.
Endurheimta þarf svæði sem þegar eru ofsetin.
Viðhald vistkerfa er ekki hægt að ákvarða fyrir alla framtíð heldur þarf að haga því eftir stefnu sem er uppi hverju sinni.
Koma þarf í veg fyrir að vistkerfi verði fábreyttari.