Mikilvægt að miðla sérstöðu í menningu og náttúrufari.
Skoða vel hvernig ákjósanlegt er að miðla fróðleik á sem fjölbreytilegastan hátt. Miðla m.a. í gegnum starfsfólk, með merkingu stíga og margmiðlunartækni.
Byggja þarf upp fræðslu á þverfaglegum grunni og tengja fræðslu við skólastarf og skipuleggja heimsóknir skóla.
Byggja upp þverfaglegan gagnagrunn.
Byggja upp fræðasetur hvert með sína sérstöðu, á Húsavík, við Höfn, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri.
Meginstarfsstöðvar í Ásbyrgi, á Skriðuklaustri, í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri.
Byggja upp sérhæfða starfsemi og þjónustu í kringum fræðslu og söfn s.s. uppbyggingu á fræðslu um fjallamennsku í Skaftafelli, Þórbergssetur, Fræðslusetur Georg Walkers á Breiðdalsvík, Gunnarsstofnun náttúrustofan við Mývatn, Jarðfræðisetur við Svartárkot.
Sérstæð svæði og saga að segja víða svo sem við Laka, Langasjó, Skaftafell, Kvísker, Grímsvötn, Jökulsárlón, Skálafellsjökul, Heinabergsfjöll, Hoffellsjökul, Lónsöræfi, Eyjabakka, Snæfell, Öskju og Herðubreiðalindir, Kverkfjöll ofl. svæði.
Nauðsynlegt að marka rannsóknarstefnu og fræðslustefnu gera síðan áætlanir því tengdu.
Smelltu á kortin til að sjá mynd í hárri upplausn.