Hvers konar starfshættir og innra skipulag þjóðgarðsins er líklegast til að gera sýnina að veruleika?
Fyrst að átta sig á hlutverki garðsins - til hvers og fyrir hvern er þjóðgarðurinn.
Leggja áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð. Ráða fólk til starfa sem hefur metnað til að þjóna fólki - gæta náttúrunnar.
Framleiðsla á góðri líðan gestanna.
Innra skipulag byggist á 4 meginstarfsstöðvum þar sem verkaskipting er milli starfsstöðva en þó virkt samstarf og stöðugt milli starfsstöðvanna. Virða sérstöðu hvers svæðis, halda í fjölbreytni garðsins í heild.
Starfsmenn þurfa að eiga stöðugt samtal við fólk í samfélaginu í kringum sig og hagsmunaaðila s.s. landeigendur, ferðafólk, rannsóknaraðilar.
Sinna þjálfun og fræðslu til starfsfólks.
Miðlun upplýsinga og fræðslu frá þjóðgarðinum, þarf að vera skýr - virk heimasíða.
Leggja áherslu á samstarf við sem flesta varðandi fræðslu um garðinn og markaðssetningu.
Vinna að því að gera þjóðgarðinn að mikilvægum áfangastað í sjálfum sér.
Dreifa álaginu.
Stjórnun verði sem næst svæðunum og unnið verði eftir því grundvallarskipulagi sem lagt var af stað með, að sjálfstæði svæðanna fjögurra með þjóðgarðsvörðum og svæðisráði, verði meira en það er í dag. Með því er átt við m.a. meira fjárhagslegt sjálfstæði og beina ákvarðanatöku.
Samráð verði sem mest við ólíka aðila með mismunandi hagsmuni og skoðanir allra séu virtar í allri vinnu þjóðgarðsins.
Tryggja fjármagn til starfseminnar.
Margar litlar starfstöðvar til viðbótar gestastofa.
Öflugt samstarf v/ heimamenn.
Merkingar, upplýsingar þannig að menn upplifi sig innan þjóðgarðs.
Fræðsla og upplýsingagjöf fyrir alla - sérstaklega erlenda ferðamenn.
Skapa jákvæða ímynd, hugarfar / hugsun um þjóðgarðinn og starfsemi hans.
Gott samstarf við vísindastofnanir - koma niðurstöðum á framfæri, sérstaklega til almennings.
Öryggismál, viðbragðsáætlanir þar sem við á.
Talningar og þolmarkarannsóknir mikilvægar til að viðhalda sjálfbærni.
Verndaráætlun í stöðugri endurskoðun - mism. verndarstig , mism. aðgengi.
Meira vægi svæðisráða.
Meiri áhrif á t.d. við ákvörðun á nýtingu fjármagns til rekstrar og uppbyggingar.
Nýta nýjustu mögulega tækni við leiðsögn og upplýsingagjöf.
Til að atvinnustefna og önnur afleidd verkefni geti náð fótfestu verður innra skipulag að vera sterkt - [hér teiknuð mynd af húsi þar sem atvinnustefna er þakið, veggirnir innra skipulag og jörðin þjóðgarður]
Öll starfsemi sem varðar garðinn á að fara fram á meginstarfsstöðvum innan hans.
Starfsstöðvarnar (4) myndi eina dýnamíska heild ( framkvæmdastjórn mynd. af þjóðgarðsvörðum ) Framkvæmdast. með fjármálastj. garðsins og hagsmunagæslu og tengingu við ríkisvaldið en öll önnur verkefni garðsins og umsýsla þeirra væri í höndum starfsstöðvanna þar sem hver þeirra ber ábyrgð á afmörkuðum sviðum. Öflugt samráð / samstarf milli starfsstöðva.
Markmið sé að aðkeypt þjónusta sé úr héraði.
Mikilvægt er að í upphafi sé lagt af stað með raunhæf markmið f. þjóðgarðinn.
Starfshættir: lifandi og lýðræðisleg tengsl yfirstjórnar og allra starfsmanna til undirbúnings ákvarðana.
Meginákvarðanir endurspegli sameiginleg markmið fyrir þjóðgarðinn í heild en jafnframt sé varðveitt svigrúm fyrir svæðisbundnar áherslur.
Tryggja þarf að starfsfólk sé til staðar og hafi tíma til að sinna stefnumálum m.a. með hliðsjón af rannsóknum.
Starfsfólk hafi tækifæri til að færast til innan þjóðgarðsins til að miðla af reynslu og efla samkennd.
Innra skipulag : Samhliða mótun megindrátta í innra skipulagi verði mörkuð skýr forgangsröðun um aðgerðir.
Varðveitt séu sérkenni hálendisins sem víðerna og stór svæði og landslagsheildir séu eingöngu fyrir gangandi umferð.
Þróaðar séu almenningsferðir inn á valin svæði sem ekki séu opin fyrir einkaakstur.
Vandað sé til miðlunar fræðslu og til reiðu sé starfsfólk sem sinni þeim þáttum einvörðungu hverju sinni.
Miðlað sé reynslu milli sem flestra verndarsvæða innanlands og dregin að þekking einnig erlendis frá.