Kynna þarf Vatnajökulþjóðgarð sem víðast. Það þarf að skilgreina markhópa og skoða betur þeirra þarfir s.s. erlanda og innlenda ferðamenn, nema, íbúa, rannsóknaraðila, ferðaþjónustuaðila ofl.
Draga þarf fram sérkenni og sérstöðu: Samspil mannlífs, náttúru og menningar.
Mikilvægt að nýta allt sem kom fram á fundinum í markaðssetningu á þjóðgarðinum.
Marka kynningar- og fræðslustefnu í samráði við hagsmunaaðila.
Kynna:
Hvar; Allsstaðar, sem víðast
Hvað: Náttúru, einkenni svæðisins, samlíf manns og náttúru.
Hvernig: Skoða þarf nánar...
Nýta vefinn til að koma þjóðgarðinum á framfæri. Markmið að hafa þar besta fræðsluvef þjóðgarðs í Evrópu.
Vinna kynningar- og fræðslubæklinga, en allt efni þar komi fram á vef þjóðgarðsins.
Þjóðgarðurinn komi upp vottuðu gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi um innri starfsemi.
Þjóðgarðurinn marki stefnu og byggi upp sína innviðið. Marka þarf stefnu um hverjir mega auglýsa sig á vefnum og tryggja að þeir uppfylli gæðakröfum þjóðgarðsins. Það þarf að vera eftirsóknarvert að tengjast þjóðgarðinum.
Mikilvægt að tengja þjóðgarðinn vel við aðra markaðsstarfsemi s.s. Vini Vatnajökuls og markaðsstarf og upplýsingamiðstöðvar ferðamála. Tryggja að þjóðgarðurinn sé ekki eyland.
Myndin sýnir vef þjóðgarðins í nóv. 2009.