Tangir geta komið sér vel í eldamennsku. Þær er hægt að tálga á einfaldan hátt og má nota til að snúa mat á grilli. Valin er löng bein grein til dæmis af víði, birki eða ösp. Miðjan er þynnt um miðjuna með tálguhníf á um það bil 10 cm bili. Endar tálgaðir og töngin sveigð varlega. Það er gagnlegt að binda snæri utan um sveigðu greinina á meðan hún þornar.
Tálga inn að miðju
Tálga niður fyrir risjuviðinn í miðjunni
þangað til greinin byrjar að svigna
Tálga endana og sveigja varlega
Í þessu myndbandi eru sýndar aðferðir við að tálga einföld áhöld sem henta í útieldun. Verkefnin eru töng, spaði, matprjónar og tannstöngul.