Stóll - bundinn

Þessi stóll er verkefni af stærri gerðinni þó grunnhugmyndin sé einföld. Stóllinn er bundinn saman með snæri, klifurreipi eða nælonböndum og spýturnar eru samtals 31 stykki. Það eru því margar brúnir sem þarf að pússa og mörg göt sem þarf að bora eða 2 göt í hverja spítu.

Stóllinn er samt flottur og meðfærilegur og glettilega þægilegur. Á netinu eru ýmsar útgáfur en við notuðum mál og leiðbeiningar frá þessari norsku síðu. Þar er líka fínt samsetningarmyndband.

Myndbönd af ferlinu

BAEEAF9E-CDB1-4D5F-B09B-49D591BADCF4.mov

Forvinnan á Youtube 

Myndband sem sýnir forvinnu í smíði stólsins.

D8696608-B812-4F19-9DE9-65A4D5A8539F.mov

Samsetning á Youtube 

Myndband sem sýnir samsetningu stólsins

Hér eru myndir af ferlinu

Það voru miklar pælingar og útreikningar (stærðfræði fyrir nemendur) þegar við vorum að ákveða hvernig efnið nýttist sem best. Við notuðum nefnilega afgangstimbur sem var í nokkrum lengdum til að búta niður efnið sem endaði í stærðinni 45 x 20 mm. Á myndinni sést fjöldi af hverri lengd á vinnublaðinu.

Í stólinn þarf 31 spýtu sem skiptist þannig í lengdir:

Það er gott ráð að búa til mát þegar bora á mörg eins göt. Hér er verið að mæla fyrir götum í mátin.

Hér eru mátin tilbúin og þá er einfalt að bora listana af nákvæmni. Mátið er lagt ofan á listan og haldið á réttum stað á meðan borað er. Með þessari aðferð næst nákvæmni og auðvelt er að smíða fleiri stóla.

Þegar búið var að efna niður í allar lengdir voru allar brúnir mýktar með fræsaranum og síðan pússað létt yfir með sandpappír.

Hér sést svo vinnublaðið fyrir borunina. Spýtunum er raðað í 3 hópa:

Við ætluðum að nota 8 mm klifurreipi (þau renna út og er því upplagt að nota þau áfram með þessum hætti) og boruðum því með 8 mm bor en reipið er þétt í sér og gefur ekkert eftir og hefði því þurft 10 mm bor. Við breyttum því yfir í nælonreipi sem mældist líka 8 mm en gaf betur eftir og með smá lagni komum við því í gegnum götin. Eftir þessa reynslu mælum við með 1-2 mm stærri götum en reipið er.

Eftir að búið er að saga, fræsa, pússa og bora þarf að vatnsverja viðinn með pallaolíu eða viðarvörn.



Gott myndband um samsetningu á "spilestol"


Og hér eru teikningar:

https://www.byggmakker.no/rad-og-guider/diy/hvordan-lage-spilestol