Eldbakað brauð

Eldbakað brauð eða skátabrauð/snúbrauð slær alltaf í gegn í útikennslunni, það er eitthvað sérstaklega heillandi að sitja við eldinn og sjá brauðið bakast, finna lyktina og smakka svo á afrakstrinum. 

Á myndinni er breiddur út álpappír á möl/mold og venjuleg grillkol sett þar á. Það þarf því ekki alltaf mikinn búnað til að gera magnaða hluti.

Brauðið getur í raun verið hvaða brauðuppskrift sem er, uppskrift að pizzadeigi kemur vel út. Ef nota á eitthvað meðlæti s.s. súkkulaðismjör er gott að sleppa pizzukryddinu í brauðinu.

Þegar bálprikin eru tálguð er gott að vera með um þumalfingurssverar greinar og tálga börkin, u.þ.b. 20 cm langt, af öðrum endanum.

Skátabrauð/snúbrauð fyrir 10

7,5 dl af hveiti og heilhveiti, ca til helminga
2 msk olía
2 msk sykur
1 tsk salt
1 msk þurrger
um 4 dl af volgu vatni

Ef nota á pizzukrydd eða annað krydd í deigið er það sett í með þurrefnunum.

Aðferð

Dæmi um fyllingu/meðlæti með snúbrauði. Þarna má sjá t.d. skinku, ost, pepperoni, sveppi, hnetukurl, kanilsykur, súkkulaðihnappa, súkkulaðismjör, jarðaber, rúsínur og ananas.

Takið eftir að við hliðina á bakkanum liggur tilbúið pizzadeig úr matvörubúðinni, ef ekki gefst kostur á að búa til sitt eigið deig er tilbúið deig alveg tilvalið.

Sykurpúðar

Ef ykkur vantar fljótlegt verkefni sem slær alltaf í gegn er varðeldur og sykurpúðar eitthvað sem öll börn hafa gaman af. Til að grilla sykurpúðana er best að bíða eftir að logarnir í varðeldinum séu að mestu gengnir niður og eldiviðurinn farinn að grána. Sykurpúðar eru mjög fljótir að mýkjast upp og brenna auðveldlega. 


Hátíðarútgáfan af þessu er svo auðvitað hið fræga smores en það er grillaður sykurpúði með tveimur súkkulaðikexkökum utan um sem búa til samloku.