Niðursuðudósir geta verið handhæg ílát fyrir ýmislegt í skólastarfinu, litlar dósir geta geymt blýanta og liti, stærri dósir geta geymt stærri hluti eins og tálguhnífa. Hér sýnum við einfalda leið til að búa til ílát sem auðvelt er að ferðast með.
Við fengum stórar niðursuðudósir frá mötuneyti og svo áskotnaðist okkur leðuráklæði frá flugfélagi sem var nýtt til að búa til handfang en einnig er hægt að nýta gömul belti í handföng. Einnig er hægt að nota minni dósir og hafa þær fleiri á plötunni.
Platan á milli getur verið úr afgöngum en hér var notaður krossviður sem var sagaður í hæfilega búta miðað við dósirnar. Brúnir voru rúnnaðar með sandpappír og platan olíuborin. Á kantana voru skrúfaðir renningar úr leðri sem var einu sinni áklæði á flugvélasæti.
Borað var fyrir festingum á dósir og plötu. Dósirnar voru svo skrúfaðar á renninginn með bolta og tengiró.
Dósir og krossviðsplata
Handföng klippt og skrúfuð með skinnu og skrúfu
Mælt og borað
Prófað að skrúfa saman
Mynd stillt fyrir geislaskera
Þetta hjálpar til að stilla fókus á þykku efni.
Myndin stillt af á efnið
Hér eru tvö box tilbúin
Skreytt eða merkt með geislaskera
Merking
Festing 5 mm tengirær, boltar og skinnur
Tilbúið ílát komið í notkun