Eðla á báli

Steipujárnspottar bæði gamlir og nýlegir nýtast prýðisvel til eldamennsku á báli. Þessir pottar fást oft fyrir lítið í Góða hirðinum eða sambærilegum nytjabúðum. Potturinn okkar er einmitt svona gamall pottur. 

Við prófuðum að gera eðlu á bálinu einn daginn og það heppnaðist mun betur en við þorðum að vona.

Eðla fyrir um 20 nemendur

Hráefni:

Aðferð:

Rjómaosti og salsasósu blandað saman í skál (virkjið endilega nemendur í þessa vinnu), smávegis af rifnum osti blandað með og þessu er síðan hellt í steipujárnspottinn. Rifnum osti stráð ofan á.

Þegar eldiviðurinn er farinn að grána og logarnir orðnir fáir (tekur um 8-12 mínútur) er potturinn settur ofan á eldiviðinn. Þegar byrjar að búbbla í eðlunni er hrært aðeins í og fljótlega eftir það er eðlan tilbúin og tekin af eldinum og sett á öruggt undirlag. Þarna er gott að hafa góða ofnvettlinga eða rafsuðuhanska því potturinn hitnar mikið.

Nemendur fá nachosflögur og salsa í skál.

Í þessa eðlu sem bragðaðist mjög vel keyptum við Euroshopper salsasósu og Euroshopper nachosflögur í stærstu pokunum.

Smellið á græna takkann fyrir leiðbeiningar um bálköst sem hentar fyrir eldamennsku með potti eða katli. 

Þegar hann bætir spæni inn á milli setjum við eina örk af dagblaði og þurrkaraló. Hann lýsir því að þetta sé erfiðasta leiðin en okkar reynsla er að þetta sé auðveldasta leiðin til að kveikja eld.