Rakettur með efnahvörfum

Efni og áhöld: tómar LGG flöskur með töppum, freyðitöflur (C-vítamín/berocca), vatn.

Aðferð: brjótið niður freyðitöflurnar í fjórðunga, hellið vatni í LGG flöskurnar upp að rúmlega helming, eins hratt og þið getið látið nokkur brot af freyðitöflunum ofan í flöskuna og smellið lokinu strax á! Hristið svo flöskuna rösklega og leggið hana á flatt yfirborð á hvolfi þannig að tappinn snúi niður. Prufið ykkur áfram með mismunandi magn af vatni og fjölda brota til að sjá hvað gefur flottustu rakettuna.

Það sem gerist inni í rakettunni er efnahvarf á milli Sódíum bíkarbonats, sítrónusýru og vatns og út úr efnahvarfinu koma sódíum sítrat og koltvíoxíð. Koltvíoxíð er á gasformi við venjulegan umhverfishita svo við þetta verður meira gas til inní flöskunni. Vegna þess að gastegundir hreyfast hraðar en vökvar taka þær líka meira pláss og þetta veldur því að það byggist upp þrýstingur inni í flöskunni sem á endanum losnar með skemmtilegri sprengingu!