Ratleikir

Actionbound er skemmtilegt app sem auðvelt er að spila. Hægt er að stilla leikinn á ýmsan hátt, t.d. tímalengd og staðsetningu (við mælum ekki með að virkja staðsetningu hjá grunnskólabörnum). Actionbound er tilvalið að nota þegar senda á nemendur út úr húsi að vinna ákveðin verkefni. Það eru nokkur verkefni sem eru opin og hægt að nýta, en einnig er frekar auðvelt að búa til ratleik frá grunni.

Kahoot spurningaleikir henta vel til að vinna úr efni sem farið var yfir í útikennslunni/gönguferðinni.

Blooket er svipað og Kahoot nema sett upp líkt og tölvuleikur og nemendur oft áhugasamari um þátttöku en í Kahoot. Virkar sérstaklega vel til að læra staðreyndir utan að. 

natturubingo.pdf

Myndaratleikir og bingó er einfaldasta form ratleikja. Þar eru settar myndir og spurningar á spjöld og þeim dreift um skólalóðina. Nemendur hafa síðan svarblað sem þau skrifa á og afhenda kennara að leik loknum.

Hér er dæmi um myndaratleik. Markmiðið með þessum ratleik er fyrst og fremst hreyfing og að vera vakandi fyrir umhverfi sínu.

Teningaratleikur

Þetta er gott útiverkefni sem hentar vel á yngsta stigi. Í þessum leik er mikil hreyfing. Kennari hefur dreift spjöldum áður en nemendur koma út. Ef spjöldin eru í A6 stærð taka þau ekki á sig eins mikinn vind og stór A4 spjöld. Gott er að útbúa 30-50 spjöld. Þennan leik geta sundkennarar líka notað í sundlauginni.

Gott er að nota stóra svampteninga (fást t.d. í Tiger). Kennari hefur svarblaðið. Það er ágætt að nemendur séu 2-3 saman í hóp til að auka samvinnu nemenda. Nemendur koma og kasta teningnum og byrja að leita að spjaldi með því númeri sem kemur upp. Nemendur koma síðan aftur til kennarans og segja frá hvað var á spjaldinu, kasta síðan teningnum aftur og leggja við númerið sem kom áður. Þau leita síðan að spjaldi með því númeri og síðan er þetta endurtekið þar til búið er að leita að lokanúmerinu. Þar sem nemendur leggja alltaf nýju töluna á teningnum við uppsafnaða tölu leita þau ekki að öllum spjöldunum.

Á bakhliðina eru settar spurningar eða myndir. Nemendur leita að réttu númeri og skrifa svarið á svarblað.

Rathlaup

Rathlaup þjálfa ýmsa hluti, allt eftir því hvaða spurningar kennari setur upp. En öll rathlaup þjáfa nemendur í að rata í nánasta umhverfi, gerir þau kunnugri sínum átthögum. Hér fyrir neðan er tengill á rathlaup sem notaður hefur verið í Engjaskóla og snýst um að glöggva sig á skólalóðinni og nánast umhverfi.

Vísbendingaratleikir

Vísbendingaratleikir efla lesskilning og þrautalausnir hjá nemendum.

Þessir þrír ratleikir fyrir yngsta stig eru með stuttum kennsluleiðbeiningum og útprentanlegum spjöldum til að plasta.

Ef þið viljið hlaða niður doc skjali sem hægt er að bæta inn í, veljið þann hlekk og farið síðan í File - Save as Google docs.

Vinsamlegast biðjið ekki um "Request edit access"