Tálguð skeið

Þegar tálga á skeið eða sleif er byrjað á að kljúfa við. Þegar passlegur efniviður er fundinn teikna nemendur gróflega þá hönnun sem þeir vilja fá og nota síðan sömu tálguleiðir og með smjörhnífinn. Alltaf er best að tálga úr ferskum við, blautur viður er mýkri að tálga en þurr viður. 

Til að hola skeiðina er gott að nota bjúghníf, en ekki nauðsynlegt. 


Ef aðstæður bjóða upp á,  er gaman að leyfa nemendum að prófa að höggva skeiðina til með öxi.