Engjaskóli fékk Erasmus+ styrk vorið 2023 sem nýttur var til að allt starfsfólk gæti kynnt sér danska grunnskóla á Amager sem leggja áherslu á útikennslu og tengsl við náttúruna.
Rúta frá Engjaskóla klukkan ca kl. 12:30. Muna eftir vegabréfi og bókunarnúmeri fyrir flug.
Flug með FI 216 klukkan 16:30 / 21:40.
Lest frá flugvelli að Hovedbanegården, lestarmiði fyrir 3 zones.
Gist á Good Morning City Copenhagen Star sem er um 100 m frá Hovedbanegården.
Verið tilbúin til brottfarar af hóteli kl. 9.
Þar eigum við heimboð í Skolen på Hannemans Allé (https://sph.aula.dk/. Við þurfum að vera mætt á staðinn kl. 10 þar sem Thomas tekur á móti okkur. Í þessum skóla skoðum við aðstöðuna þeirra en skólinn er í byggingu. Kannski þurfum við nesti þennan dag. Eftir það röltum við 500 m að útikennslustofunni þeirra. Þar tekur Guiliano á móti okkur kl. 12 og gerir eitthvað skemmtilegt með okkur í útikennslustofunni til kl. 13:30/14.
Kristín og Hjördís Klara verða með hópeflisnámskeið við útikennslustofuna/skólann að lokinni heimsókn, það tekur um eina klukkustund. Þetta er hluti af því sem við verðum að uppfylla samkvæmt Erasmus+ samningnum.
Íslenska sendiráðið tekur á móti okkur kl. 16:30-17:45. Sendiráðið stendur við Strandgade 89.
Verið tilbúin til brottfarar af hóteli kl. 9
Ørestad Skole (Fríða vann í þessum skóla) (https://oerestadskole.aula.dk/. Skólinn leggur áherslu á tæknilega úrvinnslu og fagurfræði, í átt að nýsköpun og hönnun.
Við þurfum að vera mætt á staðinn kl. 10. Frá 10-11:45 fer helmingurinn til Franz í Kvium (bekkjarkennsla á miðstigi) og fylgist með músiktíma og dönskutíma. Á meðan gengur Fríða um skólann með hinum helmingnum.
Frá 11:45 - 12:30 ætlar skólastjórinn að segja okkur frá skólanum Mötuneytið er á efstu hæð (9. hæð) og er ótrúlega flott. Okkur er boðið í mat þarna. Skólinn er heilsueflandi skóli og liður í því er að þau ganga öll stigann að mötuneytinu.
Klukkan 13 snýst þetta við og hóparnir skoða það sem hinn hópurinn skoðaði um morguninn. Þau sem heimsækja bekkinn fara til Amiru í Kirkeby (bekkjarkennsla á miðstigi) og Fríða leiðir hinn hópinn um skólann.
Jónshús tekur á móti okkur klukkan 15:00, ca 2 tímar.
Gengið að veitingastaðnum Seaside með viðkomu hjá Kastellet og Hafmeyjunni. Við eigum pantað borð kl. 20.
Verið tilbúin til brottfarar af hóteli kl. 8
Skólaheimsókn í Amager fælles skole kl. 9 - 11. Amager fælles skole er gamalgróinn skóli. Nemendahópar úr 5.-7. bekk eru með kokkateyminu í skipulagningu á matarinnkaupum og matartilbúningi í skólamötuneytinu. Lagt er mikið upp úr góðri matarmenningu. Hann er heilsueflandi skóli. Þessi skóli er líka með verðlaunað útisvæði. Það eru allar líkur á því að við syngjum saman dönsk dægurlög með þeim.
9:00 Ankomst til Amager Fælled Skole. Bed buschaufføren om at holde på parkeringspladsen på Amager Fælledvej.
9:05 Vi går til auditoriet i musikhuset og Helle og Hanne har et oplæg om pædagogiske indsatser på skolen
9:45
9:45 Madskolen – Køøkkencheferne giver en kort introduktion
10:00
10:00 Se undervisning i klasserne
10.45 Afslutte med et fællesbillede
Við ætlum að vinna í skýrslunni í lok heimsóknar.
Engin önnur dagskrá er þennan dag.
Ferðadagur
Flug með FI 209 klukkan 16:50 / 18:05
Ferðadagur
Flug með FI 209 klukkan 16:50 / 18:05