Náttúrudagbók

Náttúrudagbækur hjálpa nemendum að skynja umhverfið á persónulegan hátt. Þær eru gott stuðningstæki í útinámi og ýta undir forvitni og tengingu við náttúruna. Leggja skal áherslu á að skoða, hlusta og skynja. Góð leið til að veita smáatriðum athygli er að teikna það sem við sjáum. Nemendur geta líka skráð hvernig þeim líður og hvernig þeir upplifa útiveruna. Náttúrubókin á að vera persónuleg og fylgja áhuga nemenda en ekki stýrð af kennara.