Kennslumyndbönd

Að kveikja bál

Hér sést hvernig við röðum eldiviðarkubbunum til að kveikja bál. Við notum það sem kallast á útlensku "advanced reversed fire", sjá myndband með nokkrum tegundum uppröðunar hér fyrir neðan. Sá eldur er fljótur að verða heitur og endist vel.

Við notum eldivið, þurrkaraló og eina örk af dagblaði. Ef til er spænir er hann góð viðbót.

My Movie.MOV
AF69E7F8-4004-432E-B5AB-2521759166E8.mov

Að tálga með læstu hnífsbragði

Alltaf skal fara yfir öryggisatriði áður en nemendur byrja að tálga.

Eldiviðargerð

Til að fá góðan eldivið þarf að huga vel að tegundum.

IMG_5150.MOV

Þetta verkefni í útikennslunni er alltaf jafnvinsælt og spurningin "má ég höggva meira?" er algeng.

Að höggva í eldinn

Já nemendur í grunnskóla geta hoggið eldivið með þessum frábæra höggstokk sem fæst í Vorverki. Takið eftir hvernig nemandinn heldur við lurkinn fyrir neðan öryggishringinn til að lítil sem engin hætta sé á meiðslum ef sá sem sveiflar sleggjunni missir marks.

Skógarleiðsögn Óla

Sitt lítið af hverju

Hér sýnir Óli okkur sitt lítið af hverju um tálgun og eldivið. Þegar unnið er með börnum er betra að nota viðarkljúf og hamar en öxina þar sem meiri hætta er á slysum með öxinni.

Hvernig klippum við greinar?

Hvað þarf að hafa í huga?

Trjáklippingar snúast að mestu um umhyggju fyrir skóginum, með fellingu trjáa eða snyrtingu greina er verið að hjálpa skóginum að vaxa á heilbrigðan hátt. 

Nánar um uppkveikju

Hitagjafar í útikennslu eru nokkrir, hægt er að nota venjuleg grillkol (stundum hentar að nota einnota grillbakka en það er ekki umhverfisvænt), eldivið og bálpönnu eða prímus með gasi. 


Að kveikja eld

Okkur finnst auðveldast að nota "advanced reversed fire"

Við förum hér yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við varðeld með eldiviði. 

Gagn af trjágróðri í þéttbýli

Góð hugvekja í tilefni af alþjóðadegi skóga 21. mars 2018.