Poppað yfir eldi

Poppprik er hægt að búa til með tveimur járnsigtum og kústskafti, langri grein eða öðru priki. Þau er einnig hægt að kaupa tilbúin t.d. í Bauhaus og Vorverk og kosta engin ósköp. Það borgar sig ekki að setja nema um einn desilítra af baunum í poppprikið í einu og því er gott að eiga 3-4 poppprik svo ekki sé bara eitt popp á hvert barn.

Þegar poppað er yfir eldi er gott að bíða þar til viðurinn í bálinu hefur gránað og logunum hefur fækkað til að poppið verði ekki allt í sóti, það tekur yfirleitt um 8-12 mínútur. Nemendur þurfa að halda sigtunum 10-15 cm yfir viðarkolunum og það tekur ekki langan tíma fyrir fyrsta poppið að poppast. Gott er að hrista sigtin nokkrum sinnum á meðan allar baunirnar poppast.
Athugið að það er auðvelt að kveikja í poppinu, gætið þess að hafa það ekki of lengi nálægt hitanum.

Að smíða poppprik

Sigti fest á prik 

Sigti bundin saman með vír

Hér er hosuklemma notuð sem festing