Að greina tré

Það er ekki alltaf sem grunnskólar státa af skógi á skólalóðinni en flestar skólalóðir hafa einhvern trjá- eða runnagróður auk þess sem einhver vísir að skógi er oft í göngufæri við skólann. Það gott fyrir nemendur að læra nöfn og einkenni helstu tegunda sem vaxa í þeirra átthögum. Það er t.d. hægt fyrir ákveðna árganga að taka tré í fóstur og skoða hvernig mismunandi árstíðir hafa áhrif á gróðurinn.

Kennarar geta í samvinnu við næstu skógræktarstöð búið til sýnishorn af helstu trjám sem finnast í nágrenninu og leyft nemendum að skoða árhringi og börk á sýnishornunum og farið svo í vettvangsferðir í nágrenni skólans til að skoða laufblöð eða greninálar á mismunandi árstímum.

Hugtök um tré

Í heftinu hér fyrir neðan er m.a.  fræðsla um uppbyggingu trésins (bls. 8). 

Ef tré eru felld utan vaxtartíma (yfir veturinn) halda þau berkinum við þurrk en séu þau felld yfir vaxtartímann er börkurinn laus og dettur af þegar viðurinn þornar.

lesidiskoginn.pdf

Gríðarlegan fróðleik um skógarmenningu og skógartengt útinám er að finna í litlu hefti sem heitir Lesið í skóginn, tálgað í tré. Þetta er hefti sem lýsir þróun námskeiðs fyrir kennaranema sem Ólafur Oddsson hafði yfirumsjón með í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Skógræktina.

Í þessu hefti má finna fræðslu um íslensk tré, umhirðu og grisjun, geymslu og þurrkun ásamt hugmyndum af verkefnum og meðferð bitverkfæra.