Þessi stóll er einn sá einfaldasti sem hugsast getur, hann er stundum kallaður víkingastóll. Efnisþörf er einn planki sem sagaður er til eftir ákveðnu sniði, engrar samsetningar er þörf. Gott er að eiga nokkra svona stóla ef ferðirnar með nemendum eru þess eðlis að kennarar þurfi ekki að vera mikið á ferðinni.
Hér eru málin á stólnum okkar. Gatið þar sem sessunni er rennt í má ekki vera of rúmt. Þessi stærð er með góðu baki til að leggjast í sólbað en er óþarflega hátt ef kennarinn situr bara þarna til að fylgjast með nemendum við vinnu.
Við byrjuðum með þrjár 120 cm langar fjalir sem voru um 14 cm breiðar og 16 mm að þykkt. Tvær af þeim límdum við saman fyrir bakið og þá þriðju skiptum við í tvennt, þ.e. tókum 30 cm bút af öðrum endanum sem við ristum í tvennt og límdum sitt hvoru megin á sessuna. Ef til er þykkara efni en 16 mm væri fínt að nota það, þessi þykkt er lágmarksþykkt til að stóllinn nái að bera fullorðna manneskju.
Til að gera stól með lægra baki má nota öll sömu mál nema hafa bakið lægra.
Búta efnið
Hefla
Líma
Líma
Mæla, teikna, saga út
Mæla, teikna, saga út
Pússa
Styrktarprófa
Tilbúinn stóll
Leðurbönd
Handfang
Á Pinterest er mikill fjöldi mynda af þessari stólgerð, sumar með málum eins og sjást hérna efst og aðrar með ítarlegum leiðbeiningum.
Gott er að hafa handfang bæði á baki og sessu til að auðvelt sé að halda á stólnum á milli staða.
Hér sjást nokkrar útgáfur, mismunandi samsetningar á baki og sessu ásamt sniðugri lausn til að halda báðum hlutum saman í flutningi.
Þarna eru líka hugmyndir að skreytingum.