Berjasaft

Á haustin er hægt að tína ber og gera saft og sultur. Flest börn þekkja bláberin og krækiberin, en að tína reyniber og búa til saft úr þeim er fyrir mörgum framandi. Þegar nýta á berin af reynitrjám er mikilvægt að finna tré sem eru fjarri stórum umferðagötum, og gott að nota tækifærið til að tala við nemendur um mengun og áhrif hennar á lífríkið. 

Ef lítið er af reyniberjum, þá er einnig hægt að nota úlfareyniber. Þau eru grófari og bragðast svolítið eins og matarepli. Þau eru ljómandi fín í mauk sem hægt er að nota á brauð eða bara borða eins og graut.



Uppskrift úr helgarblaði DV, september 2007.

filtered-F922F2F0-0145-4FD3-BEDD-97756F94B873.MP4